Varnir landsins -er lausnin fuglaflensa eða hvað?

Þá er það ljóst. Helsta ógnin sem stafar að okkur mörlandanum er fuglaflensan, ekki hryðjuverk eða innflutningur á dópi eða þaðan af verra. við erum komin með nýja stofnun, sem mun sjá um þessi mál fyrir okkur. Við þurfum ekki leyni-her í anda Barns-Síns-Tíma-Björns eða bíða eftir að herforingjar USA leggji fram einhverjar lausnir fyrir Harde, bara til að halda hér dýrum þotum gangandi. Þessi stofnun sem ég er að tala um er kannski ekki ný af nálinni, hefur reyndar verið starfandi lengi en samkvæmt Fréttablaðinu í dag, er þessi stofnum komin með pottþétta lausn á málinu. Þessi kallar sáu hina réttu ógn, ógnina sem kemur úr lofti, ógnina sem allir tala um, nema USA, þeir vilja meina að það sé bara ógn, sem snýr að bandarískum Republik-kana-hugsjónum. Þeir eru komnir með leiðbeiningar hvernig verja eigi fiðurfénað okkar, leiðbeiningar til starfsmanna á alifuglabúum og þeirra sem sjá um förgun fugla og annara dýra sem sýkt eru af skæðri fuglaflensu. Þetta er Landbúnaðarstofnun sem stendur fyrir þessu og í henni eru Sóttvarnarlæknir, Landbúnaðarstofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið sem standa að þessari útgáfu. Sko. Það er hægt að skipuleggja varnir landsins hér innanlands! Þarf ekki bandarískan her til þess. Við getum alveg gert þetta sjálfir. Mikið vildi ég að Utanríkis- og Forsætisráðherra væru svona séðir að geta gert þetta á eigin spítur, frekar en að vera sífellt mígandi utan í Bush um að sjá um þessi mál fyrir okkur. Látum bara Landbúnaðarstofnun sjá um þetta og Landbúnaðarráðherra líka, þeir hafa allavega hingað til séð til þess að verja landbúnaðinn! Eða hvað!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband