25.9.2008 | 09:00
Tími til kominn
Mikið helv... er ég búinn að vera pennalatur þetta árið. Í mesta lagi skrifað nokkrar athugasemdir og varla það. Enda verið að skoða Andlitsbókina (Facebook) og kennir þar margra grasa. "Hittir" þar fólk sem maður annars hefur ekki "séð" eða heyrt í milljón ár! Mikið gaman og mikið grín!
Enda verður maður hreinlega að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á meðan "bankakreppan" svokallaða gengur yfir. Maður fylgist bara spenntur með þegar Seðlabankastúfur opnar á sér munninn! Maður hreinlega getur orgað af hlátri að hlusta á manninn sem stjórnað hefur landinu í 12 ár samfleytt og talar eins og hann beri ekki einhverja ábyrgð! Hann er sá mesti lýðskrumari sem landið á!
Annars er ég orðin afhuga stjórnmálum yfirleitt, því að ég er orðin sannfærður um að þeir sem í góðri trú bjóða sig til Alþingis, breytast í fífl, þegar í stólanna er komið og sérstaklega þegar þeir komast í ráðherrastóla.
En nú er smáhlé á rigningunni og vonandi verður nú hlé á þessari hrikalegu niðursveiflu í efnahagslífinu, sem bara hefur áhrif á okkur sem borgum skatta og okurvexti. Vonandi fara menn að átta sig á því að það er ekki endalaust að viðhalda þessu ójafnvægi að sumir fái að hirða ágóðann vegna mismunun á innláns- og útlánsvöxtum.
Afnemum verðtryggingu, því hún er að sliga heimilin. Þeir sem halda að þeir eigi peninga, geta bara ávaxtað þá einhver staðar annarstaðar, enda hafa þeir meira tækifæri til þess en venjulegar fjölskyldur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
gaman að sjá þig aftur hér
Margrét M, 25.9.2008 kl. 09:32
Takk, sömuleiðis
Bragi Einarsson, 25.9.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.