Helgin framundan

Þrátt fyrir að enn sé úfinn sjór eftir þann stærsta storm sem hefur skollið á landið, hættir maður ekki að lifa! Þetta er svona eins og eftir langvinna brælu, þegar það lægir, er ekki þar með sagt að sjórinn sé spegilsléttur, því að þeir sem til   þekkja vita að oft er undiraldan sterk og sleipt á dekki. En ég ætla ekki að skrifa hér kafla í "Raunagóðir á þrautastund" heldur fjalla um helgina framundan.
Hér í byggðarlaginu verður stór sýning ýmissa fyrirtækja í íþróttahúsinu og verður kjellin þar með bás og hvað annað en að munda pensilinn á striga. Þessa helgi ætla ég að færa vinnustofu mína til fólksins og vinna þar á meðan opið er, en opnað verður kl. 17 á föstudag og er opið til 20 um kvöldið. Á laugardag og sunnudag er svo opið frá kl 11 til kl. 17 báða dagana. Ég ætla að vera með nokkrar portrett myndir hangandi uppi og vera svo að mála eina eða tvær yfir helgina.

Hér er sýnishorn af þrem myndum sem verða uppi:

Amma

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta er hún amma, 92 ára gömul.

toni.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þetta er Anton, við sitjum oft og drekkum kaffi saman. Hann á afdrep við hliðina á vinnustofunni minni og ég fer oft þangað yfir í spjall. Hann var sko meira en lítið til í að sitja fyrir

 
kall.jpg

 

 

 

 

 

 

Þessi er svo tekin úr tímariti síðan um 1984, veit ekkert hvað hann heitir en ágætis mynd.

 

Endilega kíkið við í Garðinn um helgina, þið hafið ekkert annað að gera í "kreppunni" Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

höfum ekki efni á að keyra svona langt í kreppunni he he ..

Margrét M, 16.10.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæll frændi þar em ég átti ekki heimangengt sendi ég fulltrúa minn á sýninguna, þar sem hann er búinn að gefa mér skýrslu sem er mjög jákvæð, þá óska ég ykkur Garðverjum  til hamingju með þetta framtak. Kveðjur til familíunar heyrumst við tækifæri

Kær kveðja. Ari G

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.10.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Bragi Einarsson

Sæl, fulltrúinn þinn mætti og stóð sig með stakri prýði! :)

Bragi Einarsson, 20.10.2008 kl. 09:27

4 Smámynd: Guðmundur Jón Erlendsson

hæhæ

slæmt ad missa af thessu. Thetta hefur ørugglega verid skemmtilegt.

kvedja

Gummi og Ragga

Guðmundur Jón Erlendsson, 21.10.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband