Skattaokur?

brennivin.jpg

Í bloggi mínu hér á undan missti ég mig hreinlega og er ekki að undra, eins dagfarsprúður og ég er talin vera. Þó vil ég ekki meina að hér hafi verið um tæknileg mistök að ræða, því að lyklaborðið mitt virkar ágætlega, svo ekki er því um að kenna. Hitt er annað mál að ég er jafnhissa á þessu "skattalækkunar-kjaftæði" í Sjálfstæðismönnum (og Framsóknarmönnum) því að í mínum huga er engin munur á Skatti og Gjaldi, ef það er Ríkið sem innheimtir. Vissulega eru þessar tillögur liður Íhaldsmanna til að sýna fram á að þeir, helsti skatta-Hækkunar-flokkurinn, hafi lækkað skatta og séu að vinna í þeim málum sveittir að klára frumvarpið fyrir jólafrí þingmanna. Þetta frumvarp er að stórt í sniðum að ég er nokkuð viss um að þeir "drýfi" það í gegn óskoðað og standa svo uppi með handónýtt frumvarp og stórgallað. Annað eins hefur nú gerst í frumvörpum frá ríkisstjórninni. Ölgerðin segir á Vísir.is að þessar breytingar munu stuðla að mikilli hækkun á áfengi, eins og ég gat til um í blogginu hér á undan. Sjá frétt hér.

Þess vegna spyr ég eins og auli, til hvers í andskotanum leggur ríkisstjórnin áherslu á að lækka VSK á vörum en hækka svo annað á móti? Var ekki upprunalegi tilgangurinn að minnka álögur á mörlandan? Af hverju eru þeir að rembast þetta eins og uppstoppuð rjúpa við staur, ef við neytendur komum svo til með að tapa á "drullumallinu"? Ég bíst fastlega við því að ef þetta frumvarp verður samþykkt, þá get ég lofað ykkur því að "lækkun" VSK á matvæli og aðra nauðsynjavöru MUN leiða til hækkunar til okkar neytenda. (að vísu er ég orðinn frekar léglegur drykkjumaður, en vinnubrögðin valda mér ugg).

Lifi byltingin í vor! Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband