Góðir tónleikar

lennon_01.jpg

 Var áðan ásamt frúnni á yndislegum tónleikum til heiðurs John Lennon. Symfó og Jón Ólafsson, ásamt Birni Jörundi, Hildi Völu, KK, Sjonna Brink, Páli R, Eivör, Magnúsi Change Þóri, Jens Brain Police og Hauki Heiðari úr Diktu. Hreint út sagt frábærir söngvarar, hver á sinn hátt og náðu hver með sínu nefi að túlka öll bestu lög Lennons. Ég mæli með þessum tónleikum, enda verða aukatónleikar um helgina og einhver sæti laus enn.

Á meðan ég sat og drakk í mig tónana, fór ég ósjálfrátt að hugsa um Lennon og boðskap hans, friðarboðskapin og hinu hörðu róttæku gagnrýni á stjórnvöld. Það voru kaldhæðni ölagana, að þessi mikli friðarsinni sem barðist gegn stríði og vopnaburði, skuli hafa fallið fyrir byssumanni á götu í New York þann 8. des. 1980 á leið heim til sín úr stúdíói.

Give peace a chance!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband