Baráttan um fjóshauginn IV

Metnaðarfullu hænunni tókst ekki að vinna fjóshauginn í fyrsta áhlaupi. Tókst bláu unghönunum og einstaka unghænu, að telja hænsnasamfélaginu trú um, væntanlegt brotthvarf Vestrænu hanana, sem áttu litla girðingu innan íslenska hænsnasamfélagsins, væri yfirvofandi! Töldu bláu unghanarnir þetta fjarstæðu og gögguðu hátt. Einhver sagði að að best væri að gagga hátt og mikið, því að lokum myndi hænsnasamfélagið trúa gagginu. Því fór að í fyrsta áhlaupi, gátu bláu og blágrænu hanarnir stoppað metnaðarfullu hænuna og hyski hennar og sátu nú þær á priki og sleiktu fjaðrir og söfnuðu kröftum. Metnaðarfulla hænan lagðist undir fjaðrir og hugsaði ráð sitt. Á meðan var eitt mál sem var að kollsteypa hænsnasamfélaginu á hliðina, en það var barátta Réttlætis unghanans við Bleika hanann. Sitt sýndist hverjum og var nú svo komið að hænsnasamfélagið var orðið gegnsýrt af máli þessi og þótti mörgum nóg komið, enda hvert málið á fætur öðru fellt frá priki, vegna þess að undirbúningur var ekki nógu góður, þrátt fyrir að kostnaður við ákæruna kostaði orðið heilu bílfarmana af eggjum!
Til að standa staum af þessum kostnaði, var ákveðið að afnema eggjagreiðslur til gamalla hæna og hana, farlama hænsn, sem höfðu misst væng eða kló, misstu aukaegg, láta Ungahænur og hana, sem voru að stofna hreiður, greiða meira gjald til fjóshaugsins, en góðu hófi gegnir og heimta aukaegg að gömlum hænum og hönum, sem langaði til að gagga í samfélaginu, sér til dægrastyttingar. Gengu kærur fram og til baka og varð úr dágott eggjastríð. Á sama tíma horfði hænsnasamfélagið uppá það að stóri fjóshaugurinn stækkaði og stækkaði, þrátt fyrir loforð um að minnka hann og einnig horfði hænsnasamfélagið uppá það að hanar og hænur, sem voru að brenna upp í þjónustu úrilla hanans, fengu það embætti að gagga í öðrum hænsnagirðingum og var sá kosnaður uppá mörg egg árlega, egg sem hæglega hefði verið hægt að nota innan girðingar. Og alltaf kom upp reglulega gagg frá eggjamálahananum um það að gjaldtaka færi minkandi, eggjapíning væri að minnka, en á móti var tekið eggja-skurnargjald, til að vega upp á móti tapi fjóshaugsins! Sumir vildu meina að það væri enginn munur á eggjatöku eða eggjagjaldi, þetta færi allt til fjóshaugsins hvort sem er, en það var lágt gagg, sem ekki náði eyrum margra. En svo kom að því að blásið var til annarar atlögu á fjóshauginn. Fóru nú fiðurfénaður að brína gogga og klær, hreinsuðu fjaðrir og röðuðu sér upp í fylkingar.  Reyndar kom upp leiðindamál úr röðum bláu hananna, sem átti sér langann aðdraganda.

Þannig var mál með vexti, að hani einn, goggfor mikill og hávær. Var þessi hani þekktur innan girðingar fyrir það að gagga falskt, en af einhverjum ástæðum var hann alltaf fenginn til að gagga á hænsnasamkomu í sinni hreiðurbyggð! Hafði hann verið staðinn að því að stela óhóflega miklu af fóðri og eggjum! Má segja það að fóðurþjófnaður og eggjarán væri líka landlægt í röðum bláhananna og þeirra blágrænu, en hann var víst staðinn að verki, Og ekki nóg með það, heldur þrætti hann fyrir það, þó svo að hann stæði í miðjum haug af fóðri og eggjum, sem hann hafði safnað að sér. Varð að lokum að loka hann inni í hreiðurkassa afsíðis í girðingunni, þar sem hann dundaði sér við að raða samann fóðri og grjóti og bjó til “listaverk”. En að lokum var honum sleppt út og fékk hann uppreisn fjaðra frá gömlu vinum sínum. Öllum að óvörum var hann nú bara í fremstu víglínu og fannst mörgum að hann sýndi enga iðrun um fyrri gjörðir sínar, taldi hann að um hænsnaleg mistök hafi verið um að ræða og skítur á priki. Mátti sjá á fylkingunni að skarð hafi hlaupið í raðir þeirra sem næstir honum stóðu og vildu margir að hann ætti ekki að vera þarna í fremstu víglínu, heldur að vera á sér fjóshaug.

Framhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband