7.12.2006 | 18:06
Baráttan um fjóshauginn V
Metnaðarfulla hænan hélt ræðu. Hún gagnrýndi eigin fjaðrir og taldi það vera helsta ástæða þess að aðrar hænur treysti ekki hennar hænum og hönum til að taka fjóshauginn. Væri sú afstaða vegna reynsluleysis hennar í að stjórna fjóshaug.
Vildi hún stappa stálinu í raðir sínar og sagði að innan sinnar raða væru góð hænsn og gætu alveg með samstilltu áhlaupi, unnið hauginn. Það vantaði herslumuninn.
Nokkrir bláir unhanar gögguðu hátt um það að nú væri metnaðarfulla hænan að tala niður til fiðurfénaðar síns og vildu meina að hún hafi verið að meina að þau væru handónýt í næsta áhlaup. Þeir hlógu mikið og gerðu grín og blökuðu vængjum ótt og títt og meira að segja tókst einum þeirra hreinlega að fljúga, öðrum til mikillar gleðigaggs. Þótti metnaðrfullri hænunni illa að sér vegið og taldi að hér færi fram forysta sem þorði að skoða eigin fjaðrir og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Reyndar fór sú umræða út í þá sálma að tala um morð á öðrum hænum og fiðurfénaði úr annari girðingu, en talið er að einn af blágrænu hönunum hafi á þar sök á máli! En það er önnur saga.
Eitt það leiðinlegasta mál sem kom upp í girðingunni og var mikið gaggað um, voru réttindi hænsna af öðrum stofni, en af þeim íslenska. Töldu margir að þarna kæmi fiðurfénaður ótakmarkað inn í girðinguna, sumir vegna þess að margar hænur og hanar nenntu ekki orðið að verpa sjálf og hreinsa skítinn af eigin prikum, heldur þótt mun hagkvæmara að flytja inn hænur úr öðrum girðingum á miklu lægri eggjataxta, en gengur og gerist í íslensku hænsnasamfélagi. Vildu menn einnig meina að þetta myndi útrýma íslensku landnámshænunni, því að hér færi fram allt of mikil blöndun á milli. Ljósblár hani, þéttur á velli opnaði umræðugaggið á einum fjóshaugnum og vildi hann að einhverjar reglur verði settar á þennan óhefta innflutning erlendra hænsna. Nokkrar hænur, sem vildu ekki koma fram í eigin fjöðrum, vildu hreinlega henda öllum erlendum hænum út úr girðingunni og loka henni! Aðrir vildu opna meira girðinguna og enn aðrir, sérstaklega þeir bláu hananrnir og blágrænu, að til þess að geta reist risagirðinguna þarna í austuhluta girðingarinnar, verði að fá til þess erlendar hænur. Þessi risagirðing átti semsagt að bjarga austurhluta girðingarinnar um að hænur geti verpt eggjum sínum og til þess þurfti að búa til stórt vatn, sem náði yfir stórt svæði og færði í kaf hænsnaskít og möl. Var mikið rifist um þetta má og voru félagar rauða hanans sérstaklega áberandi í þessu gaggi. Þrátt fyrir það, reis girðingin og vantið stækkaði.
Heyrst hafa sagnir um það að nú ætti að gera sama hlutinn í norðurhluta girðingarinnar og stífla þar líka skurð og búa til girðingu, til að hænur og hanar á því svæði geti búið til eigin haug og farið að framleiða egg.
Framhald verður á þessari sögu eftir helgina.
Vildi hún stappa stálinu í raðir sínar og sagði að innan sinnar raða væru góð hænsn og gætu alveg með samstilltu áhlaupi, unnið hauginn. Það vantaði herslumuninn.
Nokkrir bláir unhanar gögguðu hátt um það að nú væri metnaðarfulla hænan að tala niður til fiðurfénaðar síns og vildu meina að hún hafi verið að meina að þau væru handónýt í næsta áhlaup. Þeir hlógu mikið og gerðu grín og blökuðu vængjum ótt og títt og meira að segja tókst einum þeirra hreinlega að fljúga, öðrum til mikillar gleðigaggs. Þótti metnaðrfullri hænunni illa að sér vegið og taldi að hér færi fram forysta sem þorði að skoða eigin fjaðrir og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar. Reyndar fór sú umræða út í þá sálma að tala um morð á öðrum hænum og fiðurfénaði úr annari girðingu, en talið er að einn af blágrænu hönunum hafi á þar sök á máli! En það er önnur saga.
Eitt það leiðinlegasta mál sem kom upp í girðingunni og var mikið gaggað um, voru réttindi hænsna af öðrum stofni, en af þeim íslenska. Töldu margir að þarna kæmi fiðurfénaður ótakmarkað inn í girðinguna, sumir vegna þess að margar hænur og hanar nenntu ekki orðið að verpa sjálf og hreinsa skítinn af eigin prikum, heldur þótt mun hagkvæmara að flytja inn hænur úr öðrum girðingum á miklu lægri eggjataxta, en gengur og gerist í íslensku hænsnasamfélagi. Vildu menn einnig meina að þetta myndi útrýma íslensku landnámshænunni, því að hér færi fram allt of mikil blöndun á milli. Ljósblár hani, þéttur á velli opnaði umræðugaggið á einum fjóshaugnum og vildi hann að einhverjar reglur verði settar á þennan óhefta innflutning erlendra hænsna. Nokkrar hænur, sem vildu ekki koma fram í eigin fjöðrum, vildu hreinlega henda öllum erlendum hænum út úr girðingunni og loka henni! Aðrir vildu opna meira girðinguna og enn aðrir, sérstaklega þeir bláu hananrnir og blágrænu, að til þess að geta reist risagirðinguna þarna í austuhluta girðingarinnar, verði að fá til þess erlendar hænur. Þessi risagirðing átti semsagt að bjarga austurhluta girðingarinnar um að hænur geti verpt eggjum sínum og til þess þurfti að búa til stórt vatn, sem náði yfir stórt svæði og færði í kaf hænsnaskít og möl. Var mikið rifist um þetta má og voru félagar rauða hanans sérstaklega áberandi í þessu gaggi. Þrátt fyrir það, reis girðingin og vantið stækkaði.
Heyrst hafa sagnir um það að nú ætti að gera sama hlutinn í norðurhluta girðingarinnar og stífla þar líka skurð og búa til girðingu, til að hænur og hanar á því svæði geti búið til eigin haug og farið að framleiða egg.
Framhald verður á þessari sögu eftir helgina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jæja Bragi verða kjúklingar í matinn hjá þér um jólin ?
Kristján Gunnarsson, 11.12.2006 kl. 18:07
Takk fyrir það Keli, hún er reyndar ekki búin. Þessi Parísraferð truflaði skáldskapargyðjuna. Nú bætist við hana eftir þörfum fram að kostningu.
Kristján, það verður eitthvað allt annað en kjúlli á mínum borðum um jólin, enda er hann orðin bara hversdags matur.
Bragi Einarsson, 14.12.2006 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.