Jólaveðrið og Þolllákur

rokke2 Rok og rigning eða rigning og rok. Skiptir ekki máli hvort er á undan, jafn leiðinlegt hvort tveggja. Samkvæmt fréttum RUV í gær, fauk allt sem fokið gat á Akureyri. Þá hefur eitthvað gegnið á. Ég hélt semsagt að það væri alltaf gott veður þarna á Akureyri en greinilega mikill miskilningur hjá mér, og öðrum geri ég ráð fyrir! Hérna "fyrir Sunnan" er líka rok og rigning og þau sem eru búin að klæða húsin sín í jóla-felulitum, eiga sumir í erfiðleikum með allt skrautið. Þó að vindhraði náði ekki 21ms, þá er nú fjandi hvasst hérna. Um síðustu helgi var fallegt veður, snjóföl, stillt og kallt, semsagt ekta jólaveður. En í dag og samkvæmt veðurhótunum, o boy o boy! Það má búast við aftakaveðri á Þolllák, svo að ekki verður maður á röllti á Hafnargötunni það kvöldið. Fær sér bara kaffi og Konna heima og hlusta á jólakveðjur á Gufunni, krakkarnir maula smákökur og klára að taka til inni hjá sér og pakka inn einhverjum jólagjöfum. Reyndar er Þolllákur svolítið sérstakur dagur, þá háma menn í sig kæsta skötu, með hamsa eða floti og byggðarlagið angar eins og allir rónar landsins hafi pissað yfir bæinn! Það er allavega skoðun unglinganna á bænum. Mér og frúnni finnst skata aftur á móti geðveik og það hefur ekki klikkað hjá okkur að sjóða skötu þennan dag og bræða hamsa með og þverhandarþykka þrumara með sméri. En aðeins þennan eina dag á ári, svo að tilhlökkunin er orðin talsverð. Auðvitað angar kofinn eins og Bogi og Örvar hafi komið í heimsókn, en aðeins smástund, því að kofareykta hangiketið er sett í pottana og eftir smástund fara gríslingarnir að tínast út úr hýðum sínum, einn af öðrum og dásama hangiketsylminn í loftinu. Svona eru öfðgarnar mikir á þessum degi.
Einhverntíman í "gamla daga" þegar maður var ungur og ólofaður, var Þolllákur bara djammdagur hjá mér og félögum mínum, sama uppá hvaða dag hann bar. Þá var farin menningarferð í höfuðborgina, Laugavegurinn gegninn og kíkt í búðir og bækur og dót verslað. Þá voru ekki pöbbar, svo að við vorum bara með "brennsann" á pela og drukkinn í sig hiti og þor. Var venjulegast haldið út fram undir loka verlsana, búðarpokum komið í bílinn og svo var farið á djammið og komið heim undir morgun! Aðfangadagur var þá frekar dauflegur hjá sumum, en reyndar slapp ég ótrúlega vel, var nefnilega sá sem oftast keyrði sem betur fer. En gaman var þetta. Í dag, jæja, kaffi og konni eftir matinn og ef veður leyfir, farið á þorláksmessu-röltið.
flugeldar Af tvennu illu þó, þá er ég sáttari við rok og rigningu á Aðfangadag en á Gamársdag! Það er nefnilega ekkert gaman að skjóta upp flugeldum í roki og rigningu! Því liggja sjálfsagt margir skotglaðir á  stokkbólgnum hnjánum, biðjandi um gott skotkvöld eftir Áramótaskaupið.
Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir.
Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm vonandi verður gott skotveður um áramót..

Ólafur fannberg, 21.12.2006 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband