20.12.2006 | 11:48
Stöðuleiki og hagstjórn!
Samkvæmt frétt á Vísi.is, þá mælir Tryggvi Þór Herbertsson með því að við tökum upp Evruna og vandar ekki kveðjurnar til þeirra sem stjórnað hafa hagkerfinu undanfarin kjörtímabil, Seðló handónýtt verkfæri til að stjórna hagkerfinu. Jamm, maður svo sem vissi þetta. En merkilegt, Davíð og Halldór, sem saman stjórnuðu landinu, grétu um hver áramót og í kringum hverjar kosningar um að það verði að halda stöðuleika í hagkerfinu. Ok, þá spyr ég auðvitað, stöðuleika fyrir hverja? Örugglega ekki fyrir hinn venjulega mann í landinu, sem verða bara að kyngja því sem að þeim er rétt. Nú eru fjármálastofnanir farnar að tala um að gera upp ársreiknnga sína í Evrum, fara að greiða laun í Evrum og Þorvaldur Gylfason ræddi um það í Silfrinu um síðustu helgi að ef stjórnvöld gera ekkert í að endurskoða afstöðu sína með inngöngu í ESB eða að taka upp evruna, verður það bara Seðló og launþegar, sem koma til með að nota krónuna, hinir nota Evruna. Þar með verður komið tvöfallt hagkerfi á Íslandi!
Pælið í því!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.