Rok...!

Var að koma inn eftir að hafa þurft að lemja ljósaseríuna aftur á húsið. Hér er bandvitlaust veður, 23ms og slær upp í 30 í verstu hviðum. Annars er undirbúningur jóla á fullu hjá mér og ætla ekki að fjasa neitt um stjórnmál, en kannski um samfélag. Skipstrand, flóð og hlýnun jarðar. Minnir mig á myndina "Day after tomorrow" eða þannig. Hér væri allt á kaf í snjó, ef allt væri eðlilegt, en þess í stað er hreinlega "vorhret" í gangi, aurskriður, vatnavextir (það hækkar fleira en vextir hjá Seðló) og fólk bæði sunnan- og norðan heiða í vandræðum með kjallarana sína, hestar standa í vatni upp í kvið og kálfar farast í aurskiðum! Kræst, hvað er í gangi, eiginlega?
Kæru bloggverjar og vinir, væntanlega verð ég í jólafríi etthvað fram að jólum og sendi ykkur því jólakveðjur með þessari mynd hérna. Er hún undir áhryfum frá Frakklandi.

jol06

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

P.S. étið nú ekki yfir ykkur af skötu og hangiketi Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.12.2006 kl. 19:16

2 Smámynd: Ólafur fannberg

flott Mona Lísa,gleðilega hátíð og farsælt komandi ár

Ólafur fannberg, 22.12.2006 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband