26.12.2006 | 12:40
Drykkjulæti og rólegheit
Að morgni annars dags jóla fór maður einhvernvegin að velta fyrir sér fréttum síðustu daga og helgarinnar. Strandið hér við landsteinanna hjá manni en sem betur fer virðist ekki mikil olía leka úr skipinu og eiginlega lán í óláni hvað skipið strandaði "smekklega" ef það er hægt að taka svoleiðis til orða. Þrát fyrir það hafa menn dæmt skipið til dauða og er það nú bara spurningin hvernig það tekst að rífa það niður, skipið er um 200-300 metrum frá fjöru, þó svo að það sé nánast uppí fjöru.
Ég sá í Blaðinu frá því á Þolllák, að Birgir Ármannsson virðist duga ágætlega að tjá sig um hvað Samfylkingin er ónýt, en eyðir minni orku í að fjalla um ágæti eigins flokks. Einhvern tímann var talað um svokallaða "smjölípuaðferð" og þeir Birgir og Sigurður Kári eru greinilega ekki búnir að gleyma síðustu dagskipun gamla foringjans, "ausið auri og ykkur mun farnast vel" .
Mér kom það svo sem ekkert á óvart fréttirnar á MBL í gær, að slatti að liði hafi nú verið að skvetta í sig og dópa, lemja konuna og æla úr sér lungum á Aðfangadag, svona rétt eins og um venjulega helgi sé að ræða! Geta menn nú ekki sleppt þessari vitleysu þessa einu helgi ársins, bara einu sinni? Prufað hvernig það er að halda jól öðruvísi en drukkinn eða uppdópaður. Var það vegna þess að jólahátíðin lennti á helgi eða er fólk að reyna að deyfa fyrruna, sem hrjáir hjörtu þeirra? Samkvæmt viðtali við vaktlækni á LS þá lýsti hann því að þetta væri bara eins og "góð" helgi í Reykjavík!
Önnur frétt snerti mig líka um helgina og það ver úttekt Stöðvar 2 og MBL á fátækt og gömlu fólki, aukning hjáparstofnunar í matargjöfum og aukningin á ellilífeyrisþegum í matargjafirnar. Þrátt fyrir að Geir og félagar þræta fram í rauðann dauðann og segja að allir hafi það bara frábærlega, vilja þeir ekki kannast við "þessa fátækt", þeir halda kannski að þetta sé bara áróður stjórnarandstöðunar og þess vegna sé ekki takandi mark á "þessum sögusögnum". Og á sama tíma hækkar Davíð stýrivexti og Geir skilur ekki í þeirri gagnrýni sem íslenska hagkerfið fær slæma útreið frá erlendum rýnum. Segi bara að þessi gagnrýni sé byggð á miskilningi, eins og venjulega. Samur við sig hann Geir.
Eitt sem ég hef tekið eftir á síðustu vikum. Það er málefni Hannesar Hólmsteins . Í fyrsta lagi var hann sýknaður í Hæstarétti fyrir að hafa "stolið" orðum Laxness og Hannes segir ekki orð um það mál í fjölmiðlum! Ekkert klapp á eigin öxl um hvað hann er frábær og hafi nú verið í rétti allan tíman! Einnig þegar frétt kom um það að hann hafi unnið mál í Englandi gegn Jóni Ólafs, sem Jón hafi reyndar unnið í sumar. Ekki að Hannes hafi haft rétt fyrir sér, heldur vann hann málið vegna þess að það var "tæknilega" rangt sett fram af lögfræðingum Jóns Ólafs. Dómarar í báðum þessum málum viðurkenna þó að Hannes sé sekur , en þar sem sækjendur í Laxnessmálinu höfðu dregið að kæra Hannes, þá sé málið "fyrnt" en samt sem áður viðurkenna dómarar sekt Hannesar um ritstuld! Sama á við í máli Jóns vs. Hannes í Englandi, dómarai viðurkennir kæru Jóns um meiðyrði , en málinu vísað frá vegna tæknilegra mistaka! Ja, tæknileg mistök stingur sé niður víðar en hér heima!
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál fara.
Ég sá í Blaðinu frá því á Þolllák, að Birgir Ármannsson virðist duga ágætlega að tjá sig um hvað Samfylkingin er ónýt, en eyðir minni orku í að fjalla um ágæti eigins flokks. Einhvern tímann var talað um svokallaða "smjölípuaðferð" og þeir Birgir og Sigurður Kári eru greinilega ekki búnir að gleyma síðustu dagskipun gamla foringjans, "ausið auri og ykkur mun farnast vel" .
Mér kom það svo sem ekkert á óvart fréttirnar á MBL í gær, að slatti að liði hafi nú verið að skvetta í sig og dópa, lemja konuna og æla úr sér lungum á Aðfangadag, svona rétt eins og um venjulega helgi sé að ræða! Geta menn nú ekki sleppt þessari vitleysu þessa einu helgi ársins, bara einu sinni? Prufað hvernig það er að halda jól öðruvísi en drukkinn eða uppdópaður. Var það vegna þess að jólahátíðin lennti á helgi eða er fólk að reyna að deyfa fyrruna, sem hrjáir hjörtu þeirra? Samkvæmt viðtali við vaktlækni á LS þá lýsti hann því að þetta væri bara eins og "góð" helgi í Reykjavík!
Önnur frétt snerti mig líka um helgina og það ver úttekt Stöðvar 2 og MBL á fátækt og gömlu fólki, aukning hjáparstofnunar í matargjöfum og aukningin á ellilífeyrisþegum í matargjafirnar. Þrátt fyrir að Geir og félagar þræta fram í rauðann dauðann og segja að allir hafi það bara frábærlega, vilja þeir ekki kannast við "þessa fátækt", þeir halda kannski að þetta sé bara áróður stjórnarandstöðunar og þess vegna sé ekki takandi mark á "þessum sögusögnum". Og á sama tíma hækkar Davíð stýrivexti og Geir skilur ekki í þeirri gagnrýni sem íslenska hagkerfið fær slæma útreið frá erlendum rýnum. Segi bara að þessi gagnrýni sé byggð á miskilningi, eins og venjulega. Samur við sig hann Geir.
Eitt sem ég hef tekið eftir á síðustu vikum. Það er málefni Hannesar Hólmsteins . Í fyrsta lagi var hann sýknaður í Hæstarétti fyrir að hafa "stolið" orðum Laxness og Hannes segir ekki orð um það mál í fjölmiðlum! Ekkert klapp á eigin öxl um hvað hann er frábær og hafi nú verið í rétti allan tíman! Einnig þegar frétt kom um það að hann hafi unnið mál í Englandi gegn Jóni Ólafs, sem Jón hafi reyndar unnið í sumar. Ekki að Hannes hafi haft rétt fyrir sér, heldur vann hann málið vegna þess að það var "tæknilega" rangt sett fram af lögfræðingum Jóns Ólafs. Dómarar í báðum þessum málum viðurkenna þó að Hannes sé sekur , en þar sem sækjendur í Laxnessmálinu höfðu dregið að kæra Hannes, þá sé málið "fyrnt" en samt sem áður viðurkenna dómarar sekt Hannesar um ritstuld! Sama á við í máli Jóns vs. Hannes í Englandi, dómarai viðurkennir kæru Jóns um meiðyrði , en málinu vísað frá vegna tæknilegra mistaka! Ja, tæknileg mistök stingur sé niður víðar en hér heima!
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál fara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
kvitt fyrir komu
Ólafur fannberg, 27.12.2006 kl. 08:18
Ég las þetta og eins og venja er... kvitta ég hér
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.12.2006 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.