Pólitísk afskipti

Egill á alltaf gott með að koma að kjarnanum, eins og sjá má í grein hans á Vísi.is. Þarna er hann að velta fyrir sé afskiptum Davíðs af stjórnmálum og illsku hanns út í einkarekinna banka um hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera upp sín fjármál í framtíðinni.  Eins og það komi honum eitthvað við. Einnig er athyglisvert að rýna í greinina hans Andrésar Magnússonar um vaxtarokur íslenskra banka á okkur húseigendum. Þær tölur eru svimandi. Það væri nær að Davíð jarmaði út í bankana af vaxtaokri þeirra, hann kom nú þessari einkavæðingu á á sínum tíma, minnir mig.
Einhverntiman var ég algjölega á móti Evrópusambandinu og taldi að við íslendingar myndum tapa meira en græða á því. Nú seinni misseri er ég komin á þá skoðun að við ættum að ganga í sambandið og koma kjörum okkar á svipað plan og gerist í nágrannalöndum okkar, hvað bankavexti og matvælaverð varðar. Það er orðið úrellt hugsun að vera að tala um verndun íslenska landbúnaðins, sem er í umfangi eins og lítið sveitaþorp í Þýskalandi í framleiðslu, fiskveiðar okkar íslendinga er orðin svo lítill hluti af okkar landframleiðslu að nokkri tittir til eða frá skipta engu máli og rétt væri að fá erlenda banka hingað til landsins og bjóða uppá lán á betri vöxtum, leggja niður Seðlabankann og krónuna og taka upp Evruna.
Ríkisbáknnið hér á landi er orðið að "Monster" þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi á sl. 10 árum vrið að gapa um sameiningu sveitarfélaga. Þó svo að sveitarfe´lögin hafi tekið grunnskólana að sér, bólgnar ríkið bara meira út. Hvernig verður það þegar stjónmálamenn færa framhaldskólana, sjúkrahúsin og fl. yfor á sveitarfélögin. Heldur þá ríkisbáknið áfram að stækka?
Kannski væri það réttast að sveitarfélögin tæki þetta allt meira og minna yfir, þá væri hægt að fækka ráðuneytum, fækka ráðherrum og einnig að fækka þingmönnum. Höfum ekkert með svoleiðis lið að gera meira. Stefna að því að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því, hvaða hlutverki þeir eiga í raun að gegna og láta okkur íbúana ráða meira um okkar mál í héraði og hætta þessari "miðstýringu" sem greinilega er að stækka og bólgna út í höndum á hægra íhaldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

lesið og kvitt

Ólafur fannberg, 29.12.2006 kl. 08:04

2 Smámynd: Agný

Það verður flott þegar ráðamenn okkar verða búbir að setja alla sem eru í þeirra augum "þurfalingar" á sveitina... Þetta verða hinir nýju "hreppsómagar"...Það er náttúrulega orðið nog af eyðibýlum með stórum hlöðum og fjósum sem standa tóm sem má þá bara innrétta fyrir þennan hóp sem þeir vilja koma af ríkis"jötunni"....Meira að segja örugglega hægt að vera á "einbýli"....

Agný, 3.1.2007 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband