Dáldið fyndið...

...og þó! Heyrði í fréttum í gær og reyndar í dag líka, að ammerískur háskóli tók mið af fáránlegu verði á hamborgurum hér á íslandi, samanborðið við verðið á sambærilegum borgara á USA. Var þetta kennslubókardæmi í viðskiptum, sem þarna var verið að fjalla um. Dæmið var eitthvað á þá leið að Mac-borgri í USA kostaði eitthvað 220 krónur en væri 100% dýrari á íslandi, eða um 440 kr. og þótti okur! Og seinni fréttin var leiðrétting á fyrri fréttinni en þá var íslenski Mac-borgarinn kominn yfir 500 kallinn! Woundering
OK, ég myndi persónulega ekki eyða einu sinni 220 krónum í annan eins viðbjóð og Mac-borgara frá Mac-Donalds þó svo að hann væri í boði hér á landi á 220 kr, en þetta segir okkur reyndar meira um það okur sem er viðhaft á okkur íslendingum, en um gæði vörunnar, finnst mér. Ég vildi nefna þetta að því að nú fer að hækka í umræðunni um matvælaverðið, þ.e. hugsanlega lækkun þess (je, right!) og Evruna og hugsanlegu inngöngu í sambandið eftir ca. 8 ár eða svo (vonandi fyrr) og einnig þeirri umræðu að hér sé komið tvöfallt hagkerfi þegar í dag. Það var líka staðfest í fréttum vikunnar að í lok ársins verða öll stórfyrirtæki og hinu útrásuðu, öll farin að gera upp í Evrum en við ullarpeysuliðið sitjum eftir með súra aska, kengboginn undan vaxta- og verðokri Seðlabankans og íslensku bankannaog og innlenndra matvælafyrirtækja og verslana, þrátt fyrir að Bónus hafi í gegnum árin staðið að hrikalegri verðlækkun, þá má gera mikklu, mikklu miiiiiiiiiiklu betur!
Þarna gætu t.d. þessu þjóðkjörnu apaköttum í Ríkisstjórn ísland flýtt fyrir þessari þróun, í stað þess að berja hausinn við gráan steininn á Alþingishúsinu!

Svo legg ég til að Garðabær og Reykjavík sameinist og að nýju bæjarmörkin verði við Kópavogbrúnna! 

Sæli nú í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta...reyndar kaupi ég aldrei Makka borgara

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband