5.1.2007 | 17:44
Allt klárt
Jæja, þá er allur undirbúningur fyrir kennslu lokið og lætin hefjast á mánudag. Hlakka bara til að fara að takast á við listagyðjuna eftir tveggja vikna fjarveru eða svo. Annar hefur maður legið meira og minna yfir hátíðarnar, lagðist í slæma flensu á annan í jólum, hélt að maður væri orðinn góður á Gamla, fékk sér í tánna og allt, en var ekkert skárri á eftir. Var bara sagt við mig að ég væri þunnur! Sem var kannskí líka rétt en frúin var líka með flensu og strákarnir fengu hana líka, en þeir eru ungir og hraustir og voru fljótir að jafna sig, gamla settið aftur á móti þrælaðist til doksa til að fá pennsilinn til að bryðja. Og það virðist vera að virka. Þega ég mætti til vinnu eftir hátíðarnar, fullyrti ég að ég ætti að fá kauphækkun, bara fyrir það að vera svon hagstæður vinnukraftur, þ.e. að eyða fríinu í veikindi.
Hvað með það, veturinn leggst vel í mig, verður nóg að gera, bæði í leik og starfi og þarf ekki að láta sér leiðast.
Þar til næst
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Búinn að svara spurningunni þarna á vinstri dálk... kvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2007 kl. 19:19
kvitt
Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:48
leit við hér ...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.1.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.