Stormurin að lægja?

Það hefur aldrei í Íslandsögunni gengið eins mikið á í þessu þjóðfélagi og síðustu tvær vikur. Maður sat agndofa og fylgdist með þegar hver bankastofnum eftir aðra hreinlega gufaði upp eins og snjóbolti í helvíti. Þetta sjónarspil hófst allt þegar Dabbi kóngur ætlaði að þjóðnýta Glitnir með 80 milljarða fyrirtöku. Menn rifust og skömmuðust og töldu að hér væri bankarán aldarinnar í dagsbirtu, vældu í sjónvarpi og töldu illa að sér vegið og hvöttu hluthafa að fella tillögu Seðlabankans á næsta hluthafafundi. En þegar útgerðarmaðurinn í stjórn bankans ráðlagði síðan hluthöfum að ganga að þessu yfirtökutilboði/valdtöku,skynjaði maður að það var eitthvað mikið í aðsigi. Enda kom á daginn að það var ekki Seðlabankinn sem tók yfir Glitni heldur Ríkið! Þjónýttu hreinlega rústirnar sem eftir voru! Sem reyndar kom svo í ljós að það var ekkert eftir nema skuldir og það allhrikalegar. Hluthafar töpuðu öllu sínu. Þegar svo sjónarspilið helgina eftir fór að stað, þegar menn settu heimsmet í tröppuhlaupi og fundarhöldum, kom á daginn að Landsbannkinn og Kaupþing rúlluðu líka. Kaupþing hefði líklega rúllað, þó svo að Dabbi kóngur og dýralæknirinn hefðu ekki blaðrað þess vitleysu í breska fjármálaráðherrann ( sem reyndar mistúlkaði all hrikalega orð dýralæknisins, enda kann hann greinilega ekki ensku). en þrátt fyrir það voru viðbrögð Brown og Darlings allsvakaleg, svo ekki sé meira sagt.
Það er ekki nóg að áhættufjárfestar misstu allt sitt, þessir örfáu einstaklingar sem bera ábyrgð á þessu ástandi, sáu til þess að lífeyrisjóðir tapa miklu, einstaklingar sem nokkrum mánuðum áður voru hreinlega "plataðir" til að færa af öruggum bankareikningum yfir á vafasama áhættusjóði töpuðu öllu og óvíst hvort að þeir sem átti fé á séreignasjóðum.

Þegar þessi orð eru skrifuð, er verið að athuga að Alþjóða gjaldelrisjóðurinn "láni" okkur íslendingum fé til að rétt okkur úr kútnum, má segja að ríkasta en heimskasta þjóð heimsins sé kominn á stall hinna vanþróðuðu ríkja. Kannski full hart til orða tekið, en hvernig var þetta hægt? Þjóð sem ár eftir ár skiluðu vænlegurm þjóðartekjum, eiga auðlindir sem flestar þjóðir í kringum okkur myndu fórna kónginum sínum til að eignast, þurfi að fá lán til að bjarga málunum! Sorglegt!
Þegar maður horfir yfir farinn veg, skilur maður ekki hversvegna þessir guttar fengu að haga sér eins og vitleysingar: Hvers vegna var ekki Fjármálaeftirlitið búið að setja þessum útrásarvíkingum stólinn fyrir dyrnar? Því voru stjórnmálamenn ekki búnir að taka þessa menn á teppið og skikka þá til að aðgreina innlánsviðskipti sín og þau erlendu? Hvers vegna voru engar reglur settar á þess banka, þegar þeir voru einkavinavæddir á sínum tíma? Hvers vegna...?
Það má líkja þessu við ungann ökumann sem er nýbúinn að fá prófið, sem keyrði alltaf eins og vitleysingur, yfir á rauðu og endaði svo að keyra á. Af því að lögreglan stoppaði hann ekki!

Nú þegar Geir og Björgvin (og fleiri) hafa sofið þreytuna úr sér, verða þeir að lækka vexti í þjóðfélaginu og tryggja hér ákveðinn stöðuleika að nýju og tryggja að svona getur aldrei endurtekið sig.

Það er svo seinni tíma mál að draga svo menn til saka og ábyrgðar og læsa þá inni til frámbúðar.

Og að lokum koma hér tveir textar við þekkt lög sem passar vel við. 


Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
 
og hér er hinn:
 
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig. 
 
 
Góðar stundir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Ég er alveg sammála þér frændi sæll. Og eitt gott sé ég að af þessu hefur hlotist, og það er að andagift þín hefur virkjast , vissi ekki að þú værir ljóðskáld. En lengi skal manninn reyna. Haltu áfram á þessari braut.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 12.10.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Bragi Einarsson

A, ég er rayndar ekki höfundur af þessari snilld, en vildi að svo væri. En takk fyrir hrósið,

Bragi Einarsson, 12.10.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband