29.11.2006 | 13:09
Orðlaus!
Hvaða, hvaða! Ekkert að gerast á þessari síðu! Enda er maður gjörsamlega orðlaus eftir "yfirbetrun" þingmanna síðustu daga að manni er orðavant. Vonandi fer eitthvað að gerast í kollinum hjá manni fyrir helgi!
Þangað til þá!
27.11.2006 | 22:46
Hvenær?
26.11.2006 | 14:34
Litla gula hænan?
..og svínið sagði: Ekki ég. Og hundurinn sagði: Ekki ég! og hesturinn sagði: Ekki ég?
Þetta hljóma eins og gamalt ævintýri!
26.11.2006 | 13:18
Atkvæðaveiðar hafnar hjá Framsókn!
Það var virkilega gaman að sjá og heyra formann Framsóknar viðurkenna það svo afdráttarlaust í fréttum í gær að þátttaka Íslendinga í hildarleiknum í Írak, hafi verið röng og jafnvel (tæknileg?) mistök. Það er greinilegt að með nýjum formanni, þá séu nýjir vindar og ferskari vindar væntanlegir frá þessum gamla kredduflokki. Flokkur sem fyrir löngu hefur glatað hugsjónum sínum í valdagræðgi og allt of löngu samstarfi við enn meiri kreddu- og sjálfgæsluflokki, Sjálfstæðisflokki. Meira að segja er Kristinn H. orðin "inn" í hugmyndafræði Framsóknar, maðurinn sem hefur þurft að sitja úti í kuldanum ansi lengi, vegna andstöðu sinnar við stefnu flokks síns í ansi mörgum málum. Það var líka gaman að sjá innvígða flokksmenn klappa dátt, þegar Jón sagði að það þurfi að "tala um málin hreinskilningslega (lófaklapp all gríðarlegt!) um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri". Á hann þar við sjálfan sig, að hann hafi hvergi komið þar nærri? Það er auðvelt að vera stikkfrí í sínum flokki, sem greinilega og staðfastlega studdi þessa ákvörðun, eftir að Davíð var búinn að ákveða gjörninginn fyrir Halldór á sínum tíma. Það er samt greinilegt að Framsóknarflokkurinn er farinn í harða kostningabaráttu og ætlar sér greinliega að endurskoða afstöðu sína upp á nýtt. Það er bara gott og vel. En þrátt fyrir það þá ætti Famsókn og Sjálfstæðisflokkur helst að taka sér ævilangt frí frá Alþingi eða að minsta kosti næstu tvo kjörtímabil og endurskoða sín mál all rækilega. Þrátt fyrir að Framsókn og Jón séu að sýna einhverskonar "iðrun" ættu kjósendur samt ekki að láta blekkjast í næstu kosningum. Leggjum Framsókn niður. Rasskellun Sjálfstæðismenn og gerum þetta þjóðfélag mannúlegra en það er. Við erum nógu rík til þess. Að minnsta kosti er ansi frjálslega talað um það við hátíðleg tækifæri. En það er greinilegt að víða er pottur brotinn, því ef allt væri í svo í rífandi lagi, hvers vegna eru þá AFA samtökin komin með annan fótin í framboð? Væri þá ekki rétt að Öryrkjabandalagið geri slíkt hið sam. Einstæðar mæður? Innflytjendur? Ljósmæður?Skólafólk? Strætóbílstjórar?....
Vinur minn sagði við mig í gærkveldi að til þess að lýðræðið verði virkt, þá ætti að vera 15 sæti á alþingi, þar sem væru úthlutuð til manna í þjóðfélaginu eins og happdræti, það væri hreinlega dregið úr nöfnum þeirra sem ekki væru þegar í framboði, bara venjulegt fólk, flakarinn á Flateyri, lyftarastjórinn á Akureyri, gröfustjórninn á Grundafirði, afgreiðslustúlkan á Akranesi. "Til hamingju, þú varst dregin úr stórum poti til að sitja sem fulltrúi litla mannsins og óháðra á Alþingi"!
Ég verð að segja að ég hef heyrt margt vitlausara um ævina!
Því segi ég enn og aftur og stend við það: Lifi byltingin!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 16:14
Meira um ríkisstyrki

24.11.2006 | 13:46
Gott á þá!
Jæja, þá hafið þið það. Menn farnir að skæla í Valhöll yfir Árna J. Skyldi prófkjörið hafa verið tæknilegt mistök?
Sjá frétt hér
23.11.2006 | 09:41
Ríkisreknir stjórnmálaflokkar?
Ja, hérna! Undanfarin ár og áratug hafa íhaldsmenn stundað áróður fyrir einkarekstri, sem er í sjálfu sér gott mál, sérstaklega hvað varðar bankastofnanir og aðrar þjónustur sem voru á vegum ríkisins. Þó svo að hagkerfið hafi haft tiltölulega gott af einkavæðingu bankana, gleymdist kannski skattahlutinn í þeirri einkavæðingu, en það má deila um þau mál endalaust. Íhaldið hefur talað fyrir einkavæðingu á öllum stigum, einkavæðing í raforkugeira, einkavæðing í skólum og leikskólum, einkavæðing hér og einkavæðing þar. Sumt gengur upp enn annað ekki. T.d finnst mér það vera svolítið skrítið að vera tala um einkavæðingu á framhaldskólum (sb. nýja framhaldskólann í Borgarnesi) en svo þarf ríkið samt sem áður að punga út fyrir rekstri og leigu! Undanfarin misseri hefur verið rifist mikið á hinu háa Alþingi um fjáreiður stjórnmálaflokka og vilja sumir opna allt uppá gátt en aðrir vilja helst hafa þetta leyndó áfram. Nú hafa þingmenn eða nefnd á vegum þeirra, samþykkt ályktum um að stórauka fjármagn til stjórnmálaflokka gegn því að setja þak á peningastyrkjum til þeirra frá einstaklingum og fyrirtækjum. Hm. Var einhver að tala um að gera RUV að hlutafélagi? Ég sem styð ekki XD, XB, XS, XF eða XV, á nú allt í einu að fara borga fyrir rekstur á þessum flokkum! Það á semsagt að setja einhverns konar nefskatt á skattgreiðendur til reksturs flokkana. Ég hef engann áhuga að borga nokkuð til sjálfstæðisflokksins eða annara flokka með einhverju föstu gjaldi á ári, ég ætti að geta tekið þá ákvörðun sjálfur, ef ég hefði áhuga á því.
Það var líka athyglisvert að heira í fyrrverandi framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins í fréttum í gær, að hann óttaðist að mjög fjársterkir aðilar geti hreinlega "keypt" stjórnmálamann eða flokk og því verði að setja einhverjar reglur. Skrítið af honum að taka svona til orða. Ég veit ekki betur að áður fyrr hafi einmitt hans flokkur fengið milljónir frá einstaklingum og fyrirtækjum í styrki og hvað er það annað en að "kaupa" sér atkvæði? Eða er gamla heildsölu-íhaldið orðin deyjandi stétt? Og er verið að setja þessar reglur til að tryggja að Baugsveldið geti ekki náð óeðlilegum áhrifum í stjórnmálum? Eru menn komnir í hring hérna eða hvað?
Þetta er lýðskrum og ekkert annað.
Ég veit ekki hvort að fólk hafi tekið eftir því að í þessum tillögum er einnig verið að setja meiri álögur á sveitarfélög, en nú verða sveitarfélög að styrkja alla þá aðila, sem eru í framboði, fara í framboð eða eru að hugsa að fara í framboð. Hvaðan á sveitarfélögin á fá þetta aukna fjármagn? Á að hækka skatta? Eða ætlar Ríkið að leggja pening í þetta? Væri þá ekki nær að nota þessa peninga í skólakerfið?
Sá spyr sem ekki veit...
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1236747
21.11.2006 | 16:49
Allt á floti allstaðar!
Mikið lifandi skelfing er nú fólk þverheimskt! Svona fara hlutirnir þegar menn eru ekki vakandi. Hvers vegna í andskotanum þurfa hlutirnir að taka svona langan tíma hjá hinu opinbera? Hefði ekki verið nær að vera búin að stofna þetta f*****g Þróunarfélag á Keflavíkurflugveli fyrir löngu en að láta hlutina að fara svona. 200 íbúðir ónýtar! Tjón veltur á hunduðurm milljóna! Og hver borgar? VIÐ! Helvítis grasasnar .
20.11.2006 | 13:02
París og Mona Lisa

17.11.2006 | 22:53
Mikið lifandi, skelfing eru auglýsingar leiðinlegar!
Dísess! Ok, ég sat ásamt minni ekta kvinnu og syni í sófanum áðan og horfði á X-Factorinn. Þegar við vorum búin að horfa í 5 mínútur komu jólaauglýsingar í 10 mínútur og svo 2ja mínútna ræma um hvað kæmi næst og þá komu jólaauglýsingar aftur og svo.... Í stuttu máli, klukkutíma þáttur var í raun ekki nema 15 mín. ef auglýsingum og öðru væri klippt í burtu! Nú fer að vaða yfir mann tímabil þar sem maður hefur góða afsökun á að horfa EKKI á sjónvarp, minnsta kosti fram að jólum. Nú fer að renna sá tími í hönd að 60% útsendingatímans eru jólaauglýsingar! Og verður sama á hvaða stöð maður reynir að glápa á, RUV og RUV+, Stöð2 og Stöð2+, Skjár1, 2, 3, 4, 5, 6, 7 ,8, 9 og 10, og líka Sirkus 1, og 2 og 3. Einnig fer maður að stilla á gömlu gufuna í útvarpinu, Laufskálann, nútímatónlist og útvarpsöguna og veðurfréttakallin með málmröddina. Einnig fara blöðin nánanst ólesin í sorpið og bæklingarnir að haugast inn um bréfalúguna hjá mér. Fyrir síðustu jól varð ég að skipta 3var um gorm í lúgunni vegna álgags! Og borga aukagjald til Kölku vegna þess að ég var komin langt, langt, langt yfir leyfilegt hámark.
Ok,svona er víst frelsið, menn hafa frelsi til að myrða saklaus tré, bara til þess að saklaus neytenda-fórnarlömb eins og ég, hendi þeim á haugana. Ætli þetta sé það sem kallast hringrás lífsins?