Hættulegir íslendingar?

Var að jafna mig eftir lestur Hannesar Hólmsteins um Kalda stríð sögunar í Fréttablaðinu. Brrrr. Hann er samur við sig. Samkvæmt bullinu hans, þá er það öllum vinstri sinnuðum mönnum á íslandi að kenna að Kalda stríðið var eins kallt og raunin varð. Ég hef áður á þessum vettvangi talað um það að "kalda stríðið" var ekki einhliða barátta Rússa gegn vesturveldum. Baráttan var gagnkvæm. Vissulega tóku menn afstöðu með eða á móti, það gera menn ennþá. Vissulega höfðu menn í meginatriðum rangt fyrir sér og hafa enn. Vissulega var slegist á Austuvelli og má vera að það eigi eftir að gerast aftur. Hannes talar og skrifar alltaf eins og hann og hugmyndir hans séu þau einu réttu, sama hversu vitlaus hún kann að vera. Allavega fyrir okkur hin sem eru ekki sammála honum. Og það er einmitt kjarnin. Það eru ekki allir sammála honum og þess vegna verða "köld stríð" vegna þess að menn eru ósammála. Maður er að vona það á 21. öld að stjórnmálamenn tileinki sér mannúðlegri stjórnmálastefnu, hvort sem hún er til hægri eða vinstri, og hætti að grenja þó að einhverjir séu ósammála þeim. Af því að honum hefur verið tíðrætt um Sóíalista, Kommúnista, Gúlakið, Rússa, njósnara og leyniþjónustur, þá stunduðu bandaríkjamenn álíka kaldasríðs rugl og rússar! Má ég bara nefna Joseph MacCarty (held að það sé stafsett svona) tímabiðið í USA. Þar sem, ekki bara vinstri sinnuðum, fólki var hreinlega smalað á frekar ógeðfeldann hátt  fram fyrir einhvers konar "rétt-trúnaðar-nefnd" og borið uppá þá sakir, sem ekki var fótur fyrir. Leikarar, fréttamenn, rithöfundar og bara venjulegt fólk þurfti að þola mannorðsmorð og margir fluttu úr landi vegna þessara ofsókan. Þetta voru ofsóknir af verstu sort í hinum vestræna heimi á okkar tímum og ég hef aldrei séð stafkrók frá Hannesi um "þessi" mál. Væri bara betra að viðurkenna að þessir hlutir áttu sér stað og við ættum að læra af þessu? Í mínum huga er Hannes "öfgamaður" eins og aðrir öfgamenn, hann er hægri öfgamaður! Hann snýr öllu á haus, sér í hag.

Lifi byltingin!Bandit


Glammrrrr!

216717961_a882c85a89_o.jpg
Djö.... er kalt úti! Það hreinlega frjósa á manni heilastöðvarnar þegar maður fer út í þennann kulda á morgnana. Svo kalt að það hefur ekkert gerst hér á blogginu mínu bara síðan síðast! Ég er búsettur á þannig stað að bíllinn er fljótandi í salti vegna sjóroks. Þurfti að bæta á rúðupissið á bílnum í dag enda hef ég ekki undan að skola rúðuna á bílnum. Varð líka að splæsa á bílinn nýjum rúðuþurrkum. Lét kuldagallakarlinn á Esso sjá um þetta fyrir mig. Gott á hann! Það er svo mikið frost hjá mér núna að ég hef eiginlega ekkert að fjasa um, enda er ég eiginlega orðlaus eftir "tæknilega" bullið í honum Árna þessa dagana. Ætla að fá mér heitt kakó og skríða undir sæng og fara að lesa. Sleeping

Hvað er góð kosning?

prosent.jpg

Hef skemmt mér sæmilega undanfarna daga út af ummælum stjórnmálamanna, sér í lagi toppanna á D-lista og S-lista. Hver þykir sinn fugl fagur, ekki er nú vöntun á því, skal ég segja ykkur. Fyrir rúmum áratug þótti það vera glæpur hjá Íhaldinu, þegar menn fengu “rússneska” kosningu, hvort sem það var nú í formannskjöri, varaformanns eða prófkjöri. Það þótti ekki vera lýðræðislegt, ef sitjandi þingmaður eða formaður fékk ekki mótatkvæði. Vissulega má Geir vera glaður með að fá yfir 90% atkvæða í 1. sæti í Reykjavík, hann má eiga það, kallinn. En þetta var “rússnensk” kosning og Þorgerður tekur undr það. En þrátt fyrir þessa góðu “kosningu” þá eru þarna um 7% íhaldsmanna sem eru EKKI ánægðir með formann sinn, og það ættu þeir að hafa áhyggjur af, sérstaklega þegar þeir segja og fullyrða, að EINHUGUR er á bak við Geir. Ég myndi reyna að sannfæra þessi 7% að ganga af villu sinni, ef ég væri Geir. Talan 100% er bara svo miklu skemmtilegri tala. Síðan er skotið á Samfó-liðið; ISG fékk víst “aðeins” 70% í fyrsta sæti og má ætla það að 30% séu ekki ánægðir með hana á toppnum og vilja Össur frekar. Maður myndi ætla að það væri vantraust á sitjandi formann að fá ekki fleiri atkvæði, en  þetta á víst að heita opinn og lýðræðislegur flokkur sem þolir ekki “rússneska” kosningu. Þorgerður var alveg himinlifandi í Silfrinu á sunnudag og valtaði yfir ISG og sagði að flokkurinn væri “ótrúverðugur”. Hm.


Svo er það Árni M. Blessaður karlinn, fékk innan við 50% atkvæða og hann hélt ekki vatni yfir því hve ánægður hann væri með prófkjörið! Bíðið við, er þetta ekki í algjörri andstöðu við það sem átti að gerast í Reykjavík hjá íhaldinu, það áttu ALLIR að styðja við bakið á sínum manni, þ.e. góð kosning sýndi gott bakland? Samkvæmt þessu á Árni M. ekki gott bakland í Suðurkjördæmi. Hreinlega myndi ég segja að þetta væri vantraust á sitjandi þingmann og ráðherra, að fá ekki meira út úr prófkjörinu en þetta og nánast verða “buffaður” af fyrrverandi Kvíabryggjumanni! Árni J. sagði það eftir prófkjörið að nú ætti að líta fram á veg og gleyma því liðna! NEI. Menn ættu aldrei að gleyma því sem Árni J. gerði og sagði og laug að alþjóð, þegar hann var nappaður. ALDREI! En, fólkið kaus hann í 2. sæti og mér þykir það vera umhugsunarvert að fólk skuli vera svo illa haldið, að kjósa siðblindann mann á þing! Eins og einhver sagði; Mundi t.d. Tryggingarstofnun endurráða gjaldkera, sem hefur stolið milljónum úr kassa stonunarinnar? Hm, neibb! Held ekki, þó svo að sá ímyndaði gjadkeri hafi setið af sér dóm og allt það hefur endurgreitt samfélaginu skuld sína.
Vonandi sjá þetta allir í vor.


Lifi byltingin! Bandit


Miskilinn Magnús

predikarinn.jpg

Eftir að ég las bloggfærslu Gunnars Svíafara og commettin, fór ég að hugsa. Sérstaklega í ljósi bloggsins sem er hér á undan. Ég fór að skoða málið frá öðrum vinkli. Eru ekki allir að misskilja Magnús Þór og Frjálslynda flokkinn? Bæði ég og þeir, sem vilja stimpla hann og Frjálslynda flokkin rasista og rasistarnir hér á íslandi? Rasistarnir gripu orð hans á lofti og rangtúlka kannski það sem hann er í raun að tala um. Kannski vilja þeir að öllum innflytjendum sé bara smalað uppá flugvöll og sent heim með næstu flugvél? Kannski er til svoleiðis fólk hér á íslandi að þeir gripu orð Magnúsar á lofti og rangtúlkuðu þau? Annað eins hefur nú gerst í mannkynsögunni. Ég ætla að vona að Magnús hafi verið að meina annað. Miðað við þá umræðu sem hér á stað, þá er það ljóst að allflestir íslendingar telja að það séu ekki vandamál eða mjög lítið vandamál með útlendinga hér á landi, en um 73% vilja samt að það séu einhverjar reglur gildandi um komu útlendinga, sem vilja flytja til landsins, sambærilegar reglur og eru í gildi víðast hvar í nágrannaríkjum okkar. Skoðið bara Fréttablaðið í dag. Ég er alveg viss um að ef við íslendingar ýtum hræðslunni og fáfræðinni út í horn og getum talað og komist að einhverri niðurstöðu, þá gæti það orðið farsæll endir á "vandamáli" sem aðrar þjóðir hafa verið að glíma við. Mér sýnist að minnsta kosti að orð Magnúsar hafi gefið stjórnvöldum almennilegann kinnhest, því að allt í einu er nafni hanns félagsmálaráðherra komin með tillögu og Þorgerður líka! Það segir mér að það er vilji til að laga hlutina. og við verðum að gera það svo að málin endi kannski ekki eins og í öðrum löndum. Ástandið þar er kannski vegna þess að stjórnvöld þar gerðu ekki "rassgat" til að hjálpa fólki að aðlagast, sýna uppruna þeirra innflytjenda og trúarbrögðum þeirra virðingu, sömu virðingu og við ætlumst til af þeim við okkar venjur og trú.Það er gott að ræða hlutina, gott fólk, en gerum það af virðingu fyrir okkur sjálfum og þeirra sem við erum að tala um og leifum þeim að vera með í þeirri umræðu.


"Útlendingavandamál" eða íslenskt?

Fyrir áratug eða svo var ógerningur að fá fólk til til fiskvinnslustarfa hér á landi. Íslendingum þótti það óspennandi og sóðaleg vinna og það var “fíla” af þeim sem unnu í fiski og léleg laun og mikil vinna og…..svo mætti lengi telja. Fiskverkendum datt þá í hug að fá Pólverja til starfa og hafa, eftir því sem ég best veit, aldrei séð eftir þeirri ákvörðum. Fiskvinnslan á hreinlega undir því erlendu vinnuafli að þakka til að getað starfað eðlilega. Margir af “þessu fólki” eru orðnir íslenskir ríkisborgarar, börnin þeirra ganga í skóla og yfir höfuð líður ágætlega, miðað við ástandið í þeirra heimalandi. En alltaf megum við gera betur.
Eini glæpurinn sem hefur verið framin hér, er þegar svokallaðar starfsmannaleigur fóru að “flytja” inn ódýrt vinnuafl og hreinlega að brjóta á því fólki sem hingað kom, því var troðið, allt of mörgum, í allt of litlar kompur hér og þar út um allan bæ, var snuðað um launagreiðslur og hreinlega logið að því.
Þið munið eftir þeirri umræðu, líka Magnús Þór. Var það “þessu fólki” að kenna? Nei, okkur sjálfum.

Ég held líka að þegar Magnús Þór talaði um stjórnun á flæði til landsins, þá geri ég ráð fyrir að hann sé að meina (vonandi) að við viljum vita hvort að þeir sem koma hingað séu með hreint sakavottorð eða dæmdir fyrir brot í sínu heimalandi, eða í því landi sem það kemur frá. Þá held ég að Útlendingaeftirlitið standi sig alveg ágætlega í þeirri vinnu. Sjáðu bara hvernig þeir fóru með Vítisengla og voru þeir bara að koma frá Köben!
Einnig var ég mjög ósáttur þegar Magnús Þór fór að blanda trúmálum inn í þessa umræðu sína, en það er ekki rétt að dæma alla Islamstrúarmenn sem glæpamenn! Við gætum þá hreinlega alveg eins vísað öllum hægri sinnuðum, kristnum bandaríkajmönnum, sem styðja Repúblikanaflokkin og lesa Bibíuna, úr landi, vegna þess að þeir styðja Bush og innrásina í Írak og styðja hryðjuverkamennina í Ísrael! Þessi ummæli Magnúsar í Silfri Egils um “Múslimavandamál” var óheppileg vægast sagt.
Við sem teljum okkur vera upplýsta og menntaða þjóð, eigum ekki að spara neitt, þegar kemur að málefnum þeirra sem vilja flytja hingað til lands, heldur bjóða þeim menntun í íslensku og gera þeim kleift að standa sig í íslensku samfélagi.

Og að lokum, gott folk, þið sem nenna að lesa þetta, það er örugglega meira vandamál af heimskum, íslenskum rugludöllum hér á landi en heiðarlegu fólki frá Thailandi, Filipsseyjum, Póllandi og víða, sem vill lifa hér á landi í sátt við umhverfi sitt og alla íslendinga.
Ekki gefa ykkur það fyrirfram að allir “innflytjendur” séu vandamál. Þá fyrst fer að verða vandamál og það stórt!

Lifið heil! 


Glúmur & Krataávarpið!

Flottur penni, hann Glúmur! Við þurfum fleiri svona hugsandi menn á þing. Verst að hann er ekki í mínu kjördæmi. Sjá Krataávarpið hér.

Lifi byltingin! Happy


Símhringingar XD

ganga_ur_flokknum.png

Á innan við klukkutíma hafa nú þegar 3 aðilar hringt í mig að snapa atkvæði fyrir "sinn" mann í komandi prófkjöri Sjallana um næstu helgi. Svo sem allt í lagi, en ég hélt að ég hafi verið búinn að skrá mig úr flokknum! Eða ég stóð í þeirri meiningu. Fyrir allmörgum árum og kílóum síðan, aulaðist ég til að skrifa uppá eitthvert plagg, stuðningsyfirlýsingu, til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Síðan hef ég reglulega fengið sendann póst, happdrættismiða og annan russlpóst,sem að öllu jöfnu hefur farið ólesinn í fötuna, a.m.k. síðustu 6 ár. Svo var það einn daginn að ég tilkynnti það til formanns sjálfstæðisfélagsins hér í bæ, að ég óskaði eftir því að vera tekin af skrá flokksins. Virðist sem sagt að "gamla" símaskráin hjá þeim í Valhöll sé enn notuð, þrátt fyrir tilraunir Guðlaugs til að nota uppfærða símaskrá. Sem sagt; ég hef tekið þá ákvörðun að kjósa ekki Sjallana um ókomna framtíð!

En til þess að vera alveg viss um að ég verði tekin af skrá, fór ég á www.xd.is og ætlaði að skoða möguleikann á að geta skráð mig af lista hjá þeim, en það eina sem ég sá í fljótu bragði, var að vísu möguleiki á að skrá sig í flokkinn. Þar sem ég er menntaður grafískur hönnuður, tók ég afrit af hnappa-dótinu af síðunni og legg til að síðan muni líta svona út (sjá mynd) svo að það væri auðveldara fyrir fólk að óska eftir að ganga úr flokknum, eins og að bjóða því uppá að ganga í flokkinn.

Ég vona að hönnuður síðunnar fyrirgefi mér þessa kersni! :) 


Prófkjör

Þá liggur niðurstaðan loksings fyrir í prófkjöri Samfó eftir stormsama helgi, sem lengi verður í minni haft. ekki vegna þess að það hafi gustað í kringum frambjóðendur, heldur vegna veðurs. Það sem mér kom einna mest á óvart er léleg staða okkar Suðurnesjamanna úr þessu prófkjöri. Suðurnes er fjölmennsta svæðið í kjördæminu og hefði Jón Gunnarsson alveg mátt fá sæti ofar á lista. Suðurnesjamenn hafa alltaf gasprað um það sínkt og heilagt að þeir eigi engan ráðherra eða þingmenn af svæðinu. Um síðustu helgi gafst þeim kjörið tækifæri á að halda inni einum Suðurnesjamanni í svo opnu prófkjöri, að það hálfa væri nóg. Samt tóku ekki nema rúm 5000 manns þátt! Og það búa um rúm 30.000 manns í kjördæminu! Og þeir sem raðas á listann eru mest allt Vestmannaeyjingar! Ekki að mér sé eitthvað illa við þá, er Vestmannaeyjingur sjálfur, en þar búa rétt um 3000 manns! Plús, kannski, ef við teljum Árna Jhonsen með. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem röðuðust í 5 efstu sætinn, þá sakna ég þess að Jón skuli ekki vera í þeim hópi. Hann hefur alveg staðið sig ágætlega og hefur verið málefnalegur í sínum málflutningi, þó að hann sé ekki nein "sjónvarpsstjarna" og alltaf í Íslandí í bítið eða hvað þetta heitir þarna á NFS sálugu! Jón hefur mikla reynslu bæði á sviði sveitarstjórnarmála héðan af Suðurnesjum og á þingi og hafa Samfylkingarmenn misst góðann mann úr sínum röðum, enda tók kappin þá ákvörðun að taka ekki sæti á listanum, enda er það rétt sem hann sagði sjálfur, að það væri greinilegt að kjósendur vilja hann ekki á listanum. Vil ég óska honum velfarnaðar á komandi árum.

En eins og niðurstaðan úr þessu prófkjöri var, yrði ég ekki hissa á því að Árni Jhonsen muni verma 2. sætið eða jafnvel 1. sæti! Annað eins hefur nú gerst í henni veröld. Ekki það að það væri svosem mátulegt á nafna hans Matthíesen, því að áður en breyting var á kjördæmaskipan, átti hann að vera einn að þingmönnum þessa kjödæmis, en stóð sig ekki sem skildi. Var of mikill LÍU maður, þegar hann var sjávarútvegsráðherra og lítið vinsæll hér á þessu svæði. Það er mitt mat og margra annara. Því var maður svolítið hissa að hann skildi færa sig yfir í annað kjördæmi, en sjálfsagt er það vegna þess að hann lagði ekki í hana Þorgerði.

Þá er eina "von" okkar Suðurnesjamanna er gamli silfurrefurinn Kristján Pálsson. Hver er það, skildi einhver spurja? Jú, hann nefnilega fór í fýlu síðast. Vegna þess að hann lenti neðarlega á lista Sjálfstæðismanna og bauð sig fram í sérframboði, sem varð til þess að hann hefur setið heima sl. 4 ár. Það væri sko gargandi snilld ef Árni J og Kristján væru í 1. og 2. sæti! Sko gargandi!

En hvað kemur mér þetta við! Ekki tek ég þátt í prófskjöri Sjálfstæðismanna!

Lifi byltingin! 


Brostímabil

smile.jpg

Á morgun er prófkjör Samfó og um síðustu helgi fór fram framapotahnoðið hjá Sjöllum, eins og allflestir vita, sem greinilega ætlar að hafa einhverja eftirmála. Allavega virðist svo vera að Gulli og Grani (úps, Björn) séu ekkert allt of miklir vinir, ef marka má ummæli þess síðastnefnda í blöðum eftir prófkjörið. Vilja innmúraðir meina að Gulli hafi haft "uppfærðan" símalista, sem hinir höfðu ekki (púhúú!) nema Pétur, sem átti ekki síma sem virkaði! Eða varð það að honum fannst það ekki virka að hringja í fólk, svolítið erfitt að skilja mannin, en ég held að hann hafi átt við það, svei mér þá! En á þessum tímum brosa og handabanda er svolítið gaman að fylgjast með kandidötum, sem poppa upp á allflestum vinnustöðum landsins, með sparibrosið, takandi í hendur á fólki og kynna sig. Þetta gerist á fjögra ára fresti og klikkar ekki, nema ef stjórnin springur, sem gerist sjaldan nú orðið, enda verður að vera stöðuleiki í því eins og öðru! Það er að halda stjórninni gangandi, meina ég, ekki að sprengja hana í beinni, eins og gerðist um árið, en það er önnur saga. Í þessu bros- og handapatatímabilis, sem nú er í gangi, hef ég skoðað aðeins framsetningu flokkana í prófkjörinnu og hvernig þeir presentera sig. Sjallar eru samir við sig og vilja bullandi samkeppni og heiðarlega, að þeirra sögn, enda hafa þeir verið fylgismenn heiðalegrar samkeppni, þótt þeir séu að plokka augun úr hvort öðru. Þar vaða auglýsingar út um allt á síðum dagblaða og í sjónvarpi og bæklingar vella inn um bréfalúguna hjá manni og maður hefur ekki undan að fara með russlið út í tunnu. Samfó bannaði allar auglýsingar, en gáfu út sameiginlegan bækling eða fréttabréf, fór eftir því í hvaða kjördæmi prófkjörið fer  eða fór fram. VG raða bara upp og eru á móti prófkjöri, raða upp eftir jöfunaraðferðinni og engin fær að blanda sér í hvernig listinn raðast upp. Einhverskonar uppröðun verður hjá Maddömunni og guð veit hvað Frjálslindir gera. Væntanlega verður prófkjör í einhverjum kjördæmum, uppröðun annarstaðar. 

Það sem gerir prófkjör Samfó öðruvísi er að það er galopið öllum, sama í hvaða flokki þeir standa og þurfa ekki að skuldbinda sig neit. Ég hef heyrt harða íhaldsmenn segja að þeir vilji ekki vera blanda sér í prófkjör hjá öðrum, þrátt fyrir heimboðið, en gætu, ef þeir vildu, hópast á kjörstaði og kosið alla minni og óþekktari kandidata og þannig eyðilagt fyrir þeim sem vilja sækjast í 5 efstu sætin. Hvernig myndi listinn líta út ef svoleiðis "gjörningur" yrði nú að veruleika, að innvígðir menn væru þegar búnir að rotta sig saman að mæta á kjörstað og merkja við alla þá sem sækjast eftir sætum undir 5? Þá held ég að listin liti út eins og bros-grísinn á myndinni sem fylgir greininni. Það er allt hægt, menn þurfa bara að hafa hugmyndaflugið til að framkvæma það.


Matar- og bókaskattur

companyimg1.jpg

Var í Kóngsins Köben um helgina og datt inn í bókabúð Arolds á Kaupmangaragötu, beint á móti Sívala turninum. Á meðan frúin skoðaði sögubækur, skellti ég mér á efri hæðina og blaðaði þar í listabókum, sem þar eru í stæðum, rétt eins í Máli&Menningu á Laugarvegi. Reyndar raðað mjög svipað upp, þannig að maður varð að halla haus til að lesa á kjölinn, eða hreinlega að draga fram hverja einustu skræðu úr hillunni, til að lesa á kápuna. Sjálfsagt er það plássleysið sem kallar á þessa uppröðun, en mér lá ekkert á og á meðan ég var að rýna á hillurnar með hallandi haus, fór ég að velta fyrir mér verðinu í leiðinni. Þarna voru litprentaðar bækur í stóru og vönduðu bókbandi, um ákveðna listamenn eða listastefnur. Ég tók eina út úr hillunni og missti hreinlega andann, þegar ég sá verðið! Ekki vegna þess hve verðið var hátt, heldur þvert á móti. Þarna var þykk bók uppá 600 bls, með litprentuðum myndum á hverri síðu og kostaði skitnar 399 kr DKK, sem væri þá nákvæmlega 4.628,40 miðað við gegnið akkúrat á þessari mínútu. Þessi bók hefði ekki verið undir 8000 kr í M&M, Bókabúð Steinars og Pennanum! Reyndar sá ég bækur í svipuðu broti á 299 DKK (3.468,40) um Listasögu Danmerkur, reyndar ekki alveg ný, prentuð 2003, en mér er alveg sama. Ég fór einnig að hugsa um bókaverð hér heima og satt að segja blöskrar manni hreinlega hvað bækur eru dýrar og ekki vegna þess að rithöfundar og útgefendur eru að smyrja svona á bókna, heldur rányrkju hins opinbera í þessum flokki menningar hér á landi. 

Eins er það matarverðið og þá er ég ekki að tala um Fötex, Fiskitorfuna eða eitthvað álíka, bara Jensen Buffhús, (Jensens Bøfhus) forréttur, buff og eftirréttur, ásamt bjór, 1/2 rauðvín, kostaði 250 DKK (2.900,00) á manninn, sem hefði farið vel yfir 10.000 kallinn á Argentína Steik hás!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband