Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.1.2010 | 15:18
Gleðilegt ár
Hef flutt mig alfarið á Facebook.
Þið eruð þar flest ykkar, en ef ykkur langar svakalega, getið þið prufað að að óska eftir að verða Facebook vinir, þið sem eruð það ekki þegar.
2.2.2009 | 09:56
80 daga strjórn
Þá erum við Íslendingar komnir með nýja stjórn og þá er að sjá hvernig henni reiðir af á næstu 80 dögum. Þó að það liggi ekki alveg ljóst fyrir HVERNIG það á að redda heimilunum og atvinnulífinu, (sjálfsagt verður það sársaukafullt) en mér leist mjög vel á þann þátt sem varðar breitingu á stjórnsýslulögum og breitingar á stjórnarskrá. Einnig eftirlaunafrumvarpið umdeilda, nýtt skipulag seðlabanka og margt annað. Helst má þó nefna aðgreiningu á löggjafavaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi, hér er 30 ára hugmynd VIlmundar kannski að verða að veruleika. Og þótt fyrr hefði verið!
Til hamingju Ísland, (næstu 80 daga amk)
23.12.2008 | 23:16
Jóla, jólajóla, jóla.....
31.10.2008 | 08:40
Tvær í tilefni dagsins
Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúna
hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna
Önnur ekki síður góð, en er þó ekki ný heldur frá fyrri tíð þegar verðbólga og gengisfellingar skóku okkar góða land!! En á vel við í dag, held ég:
Þótt veraldargengið sé valt
og úti andskoti kalt.
Með gengisfellingu
og góðri kellingu
bjargast yfirleitt allt.
21.10.2008 | 17:30
Er ástæða til að örvænta?
Nei, það held ég ekki. Það virðist vera sama hvað maður æsir sig upp við sjálfan sig, stjórnmálamenn gera ekki rassgat í málinu! Enda kemur það á daginn að við borgum brúsann, þó að meirihluti þjóðarinnar hafi kannski hagað sér skikkanlega innan "góðærisruglsins", rétt mátulega komið sér í skuldir og rétt mátulega ekki hlaupið á eftir allri þeirri vitleysu sem er í boði, sama hvað það er, auglýsingar frá bönkum og fyrirtækjum, sem halda að þeir séu að gera okkur "greiða" með að bjóða gull og græna skóga. Ég nefni eina auglýsingu frá kortafyrirtæki sem auglýsir grimmt eitthvað svart kort og fjallar auglýsingin í stuttu máli um það, að maður kemur að ísskápnum sínum og sér gulan límmiða frá konunni og á hann er skrifað: Fór út að hjóla, elskan!
Maður myndi ætla að hún hafi hreinlega farið í geymslna og ná sér í reiðhjól og farið að hjóla en það er nú aldeilis ekki. Í næsta skoti en konan að hjóla einhverstaðar erlendis og skemmtir sér alveg gríðarlega.
Svona röng skilaboð eru hættuleg heimsku fólki sem kann ekki að fara með Kreditkort! Eins þegar verið er að auglýsa punkta og e-kort, þessar auglýsingar eru bara eyðsluhvetjandi og skila engu fyrir notandann nema auknu fjárútláti. Þegar reikningurinn kemur svo, hvað er þá gert? Skuldinni dreift yfir á nokkra mánuði eða farið á yfirdrátt til að borga. Þið kannist öruggleg við fullt af svona dæmum.
Jákvæðasta auglýsingin sem er núna á öldum ljósvakans er BYR auglýsingin með Palla en þar segir hann: Langar þig í nýjan GSM, bíl eða tölvu? Safnaðu þá fyrir því!
Nú þegar þjóðin þarf að fara að endurskoða neyslugeðveikina, er ágætt að hafa þessi orð í huga; Kaupið bar það allra nauðsinlegasta, hættið að koma ykkur í skuldir og hættið að halda uppi bankastarfsemi og kreditkortafyrirtækjum uppi með þjónustugjöldum, yfirdráttavöxtum og öðru rugli. Fyrr kemst ekki jafnvægi á þjóðfélagið. Í góðæri ætti nefnilega að vera mjög auðvelt fyrir okkur að safna fyrir hlutnum og staðgreiða hann en að eltast við einhverja punkta. Nema að þú eigir hreinlega fyrir hlutnum fyrirfram og notar kortið til að stagreiða.
Eða hvað finnst ykkur?
20.10.2008 | 09:26
Ja, hérna hér!
Stjórnvöld skilningslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 20:06
Helgin framundan
Þrátt fyrir að enn sé úfinn sjór eftir þann stærsta storm sem hefur skollið á landið, hættir maður ekki að lifa! Þetta er svona eins og eftir langvinna brælu, þegar það lægir, er ekki þar með sagt að sjórinn sé spegilsléttur, því að þeir sem til þekkja vita að oft er undiraldan sterk og sleipt á dekki. En ég ætla ekki að skrifa hér kafla í "Raunagóðir á þrautastund" heldur fjalla um helgina framundan.
Hér í byggðarlaginu verður stór sýning ýmissa fyrirtækja í íþróttahúsinu og verður kjellin þar með bás og hvað annað en að munda pensilinn á striga. Þessa helgi ætla ég að færa vinnustofu mína til fólksins og vinna þar á meðan opið er, en opnað verður kl. 17 á föstudag og er opið til 20 um kvöldið. Á laugardag og sunnudag er svo opið frá kl 11 til kl. 17 báða dagana. Ég ætla að vera með nokkrar portrett myndir hangandi uppi og vera svo að mála eina eða tvær yfir helgina.
Hér er sýnishorn af þrem myndum sem verða uppi:
Þetta er hún amma, 92 ára gömul.
Þetta er Anton, við sitjum oft og drekkum kaffi saman. Hann á afdrep við hliðina á vinnustofunni minni og ég fer oft þangað yfir í spjall. Hann var sko meira en lítið til í að sitja fyrir
Þessi er svo tekin úr tímariti síðan um 1984, veit ekkert hvað hann heitir en ágætis mynd.
Endilega kíkið við í Garðinn um helgina, þið hafið ekkert annað að gera í "kreppunni"
11.10.2008 | 01:18
Stormurin að lægja?
Það hefur aldrei í Íslandsögunni gengið eins mikið á í þessu þjóðfélagi og síðustu tvær vikur. Maður sat agndofa og fylgdist með þegar hver bankastofnum eftir aðra hreinlega gufaði upp eins og snjóbolti í helvíti. Þetta sjónarspil hófst allt þegar Dabbi kóngur ætlaði að þjóðnýta Glitnir með 80 milljarða fyrirtöku. Menn rifust og skömmuðust og töldu að hér væri bankarán aldarinnar í dagsbirtu, vældu í sjónvarpi og töldu illa að sér vegið og hvöttu hluthafa að fella tillögu Seðlabankans á næsta hluthafafundi. En þegar útgerðarmaðurinn í stjórn bankans ráðlagði síðan hluthöfum að ganga að þessu yfirtökutilboði/valdtöku,skynjaði maður að það var eitthvað mikið í aðsigi. Enda kom á daginn að það var ekki Seðlabankinn sem tók yfir Glitni heldur Ríkið! Þjónýttu hreinlega rústirnar sem eftir voru! Sem reyndar kom svo í ljós að það var ekkert eftir nema skuldir og það allhrikalegar. Hluthafar töpuðu öllu sínu. Þegar svo sjónarspilið helgina eftir fór að stað, þegar menn settu heimsmet í tröppuhlaupi og fundarhöldum, kom á daginn að Landsbannkinn og Kaupþing rúlluðu líka. Kaupþing hefði líklega rúllað, þó svo að Dabbi kóngur og dýralæknirinn hefðu ekki blaðrað þess vitleysu í breska fjármálaráðherrann ( sem reyndar mistúlkaði all hrikalega orð dýralæknisins, enda kann hann greinilega ekki ensku). en þrátt fyrir það voru viðbrögð Brown og Darlings allsvakaleg, svo ekki sé meira sagt.
Það er ekki nóg að áhættufjárfestar misstu allt sitt, þessir örfáu einstaklingar sem bera ábyrgð á þessu ástandi, sáu til þess að lífeyrisjóðir tapa miklu, einstaklingar sem nokkrum mánuðum áður voru hreinlega "plataðir" til að færa af öruggum bankareikningum yfir á vafasama áhættusjóði töpuðu öllu og óvíst hvort að þeir sem átti fé á séreignasjóðum.
Þegar þessi orð eru skrifuð, er verið að athuga að Alþjóða gjaldelrisjóðurinn "láni" okkur íslendingum fé til að rétt okkur úr kútnum, má segja að ríkasta en heimskasta þjóð heimsins sé kominn á stall hinna vanþróðuðu ríkja. Kannski full hart til orða tekið, en hvernig var þetta hægt? Þjóð sem ár eftir ár skiluðu vænlegurm þjóðartekjum, eiga auðlindir sem flestar þjóðir í kringum okkur myndu fórna kónginum sínum til að eignast, þurfi að fá lán til að bjarga málunum! Sorglegt!
Þegar maður horfir yfir farinn veg, skilur maður ekki hversvegna þessir guttar fengu að haga sér eins og vitleysingar: Hvers vegna var ekki Fjármálaeftirlitið búið að setja þessum útrásarvíkingum stólinn fyrir dyrnar? Því voru stjórnmálamenn ekki búnir að taka þessa menn á teppið og skikka þá til að aðgreina innlánsviðskipti sín og þau erlendu? Hvers vegna voru engar reglur settar á þess banka, þegar þeir voru einkavinavæddir á sínum tíma? Hvers vegna...?
Það má líkja þessu við ungann ökumann sem er nýbúinn að fá prófið, sem keyrði alltaf eins og vitleysingur, yfir á rauðu og endaði svo að keyra á. Af því að lögreglan stoppaði hann ekki!
Nú þegar Geir og Björgvin (og fleiri) hafa sofið þreytuna úr sér, verða þeir að lækka vexti í þjóðfélaginu og tryggja hér ákveðinn stöðuleika að nýju og tryggja að svona getur aldrei endurtekið sig.
Það er svo seinni tíma mál að draga svo menn til saka og ábyrgðar og læsa þá inni til frámbúðar.
Og að lokum koma hér tveir textar við þekkt lög sem passar vel við.
Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2008 | 10:31
Einkavæðingin fyrir róða?
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 09:00
Tími til kominn
Mikið helv... er ég búinn að vera pennalatur þetta árið. Í mesta lagi skrifað nokkrar athugasemdir og varla það. Enda verið að skoða Andlitsbókina (Facebook) og kennir þar margra grasa. "Hittir" þar fólk sem maður annars hefur ekki "séð" eða heyrt í milljón ár! Mikið gaman og mikið grín!
Enda verður maður hreinlega að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á meðan "bankakreppan" svokallaða gengur yfir. Maður fylgist bara spenntur með þegar Seðlabankastúfur opnar á sér munninn! Maður hreinlega getur orgað af hlátri að hlusta á manninn sem stjórnað hefur landinu í 12 ár samfleytt og talar eins og hann beri ekki einhverja ábyrgð! Hann er sá mesti lýðskrumari sem landið á!
Annars er ég orðin afhuga stjórnmálum yfirleitt, því að ég er orðin sannfærður um að þeir sem í góðri trú bjóða sig til Alþingis, breytast í fífl, þegar í stólanna er komið og sérstaklega þegar þeir komast í ráðherrastóla.
En nú er smáhlé á rigningunni og vonandi verður nú hlé á þessari hrikalegu niðursveiflu í efnahagslífinu, sem bara hefur áhrif á okkur sem borgum skatta og okurvexti. Vonandi fara menn að átta sig á því að það er ekki endalaust að viðhalda þessu ójafnvægi að sumir fái að hirða ágóðann vegna mismunun á innláns- og útlánsvöxtum.
Afnemum verðtryggingu, því hún er að sliga heimilin. Þeir sem halda að þeir eigi peninga, geta bara ávaxtað þá einhver staðar annarstaðar, enda hafa þeir meira tækifæri til þess en venjulegar fjölskyldur.