Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.6.2007 | 19:56
Styttist í ...
...sýningu. Þá er rétt rúm vika í að sýningin opni og verður hún í tilefni Sólsetursdaga í Byggðasafninu á Garðskaga þann 29. júni til15. júlí. Ég hef verið að hamast við að gera myndirnar klárar og er jafnvel með myndir á trönunum sem hugsanlega fara á sýninguna ef þær takast vel. Um helgina ætla ég að leggja veg undir degg og bregða mér á Snæfellsnesið í sveitasæluna hjá henni móður minni og anda að mér kúamykjufílu og öðru sveitalofti! Eftir helgina mun ég setja í myndaalbúm þær myndir sem verða á sýningunni. Ykkur er auðvitað formlega boðið .
En hvað er Sólseturshátíð eiginlega, kann einhver að spyrja? Þannig er mál með vexti að það er ekkert bæjarfélag félag með öðrum félögum nema halda veglega bæjarhátíð og er Sólseturshátíð tilraun okkar Garðmanna til að halda eina slíka. Þetta er þriðja árið sem hún er haldin og tvö síðustu ár hefur hún verið í ágúst (það kemur skýringin á nafninu) en vegna þess hvað almættið skaffaði mánuðum svo fáar vikur til að halda hátíðir, þá var tekið sú ákvörðun að færa okkar hátíð fram í júní, í kringum Jónsmessu, frekar en að keppast við þær hátíðir sem eru í gangi í ágúst, s.s. Verlunarmannahelgi, Fiskidaginn mikla, Gay-Præde, Menningarnótt og fl. minniháttar veislur
Liggja nefndarmenn með liðónýt hné á bæn og óska eftir góðu veðri þessa helgi en eins og landsmenn vita geta veðurguðir átt það til að demba á mannskapinn vætu, bara svona uppá grín, eins og að minna aðeins á sig. Undanfarna daga hefur nefnilega verið sæmilega gott veður, hlítt og notalegt og voru menn í morgun vongóðir um að þarnæsta helgi verði bara þokkaleg, fyrst hann ætar að fara að rigna þessa helgi!
Lesa má um dagskránna af þessari margrómuðu hátíð á vef bæjarfélagsins, www.sv-gardur.is en væntanlega fer ný dagskrá að detta inn hvað úr hverju. Hvet ég alla sem lesa þetta blogg, eiga heimangengt og langar til að eiga góðann dag með fjölskyldu sinni, að bregða sér suður með sjó og skemmta sér við góða dagskrá. Þarna verður full um að vera fyrir börnin og tónlistaratriðu um kvöldið. Vil ég einnig minna á að það er ókeypis á tjaldsvæðin og KK er með tónleika á föstudagskvöldinu í Samkomuhúsinu þann 29. júní.
Jibbíííí
13.6.2007 | 15:29
Það má rigna...
8.6.2007 | 14:31
Í mörgu að snúast...
...þessa dagana, og ekki verið mikið að eyða tíma í blogg á meðan. Frá því ég koma að utan, hef ég meira og minna bundið mig við strigann, enda er sýning hjá mér þann 29. júní á Sólseturshátíð í Garðinum og margt þarf að gera áður en sá dagur rennur upp. Ég er nokkuð ákveðinn hvaða myndir ég verð með, sýningarstaðurinn er ekki stór en gæti rúmað um 12 - 15 myndir. Svo er ég með eina á trönunum sem ég ætla að reyna að vera með á sýningunni og er ég langt kominn með hana, sjá bara svo tíl hvort að hún verður tilbúin í tíma. Það þarf að setja festingar aftan á myndirnar og merkja þær flestar, áður en ég set þær upp og útbúa nafnspjöld til að hafa á staðnum, því að sýningin verður opin í hálfan mánuð hið minnsta og óþarfi að ég sé hangandi yfir henni allan tímann.
Strax eftir að sýningin opnar mun ég síðan pakka niður málaradótinu mínu og flytja mig í annað húsnæði. Núverandi eigandi hússins sem ég er í, þarf að nota herbergið en bauð mér í staðin stærri og rúmbetri aðstöðu, með möguleika á að hafa smá sýningaraðstöðu og með glugga í norður! Það þýðir það að ég get verið að mála þótt svo að sólin sé að glenna sig, en þannig var það í hinu húsnæðinu að ef það er sól, var ekki verandi í húsinu vegna hita!
Þetta verður mikill munur á aðstöðu, þó að ég hafi verið nokkuð ánægður með gamla staðinn, á ég eftir að garga af ánægju með þann nýja. Segi ykkur nánar frá Artboy Gallery þegar nær dregur!
Þar til næst.
24.12.2006 | 01:54
Allt klárt, eða þannig!
Dagurinn fór í bara afslappelsi á mili þess sem ég skúraði gólf, lagaði jólaseríuna úti, eina ferðina enn, ryksugaði stofuna, skrifaði á nokkur jólakort, teiknaði eins og eina mynd, eldaði skötu og hangiket og lét krakkana henda skrautinu á jólatréð! Góður dagur það, held ég barasta. Fór ekki einusinni á Þorláksmessurölt, bara hreinlega nennti því ekki. Horfði á Zolander með gaurunum áðan og við grenjuðum úr hlátri.
Gleðileg jól öll sömul!
20.12.2006 | 11:25
Jólaveðrið og Þolllákur
Einhverntíman í "gamla daga" þegar maður var ungur og ólofaður, var Þolllákur bara djammdagur hjá mér og félögum mínum, sama uppá hvaða dag hann bar. Þá var farin menningarferð í höfuðborgina, Laugavegurinn gegninn og kíkt í búðir og bækur og dót verslað. Þá voru ekki pöbbar, svo að við vorum bara með "brennsann" á pela og drukkinn í sig hiti og þor. Var venjulegast haldið út fram undir loka verlsana, búðarpokum komið í bílinn og svo var farið á djammið og komið heim undir morgun! Aðfangadagur var þá frekar dauflegur hjá sumum, en reyndar slapp ég ótrúlega vel, var nefnilega sá sem oftast keyrði sem betur fer. En gaman var þetta. Í dag, jæja, kaffi og konni eftir matinn og ef veður leyfir, farið á þorláksmessu-röltið.
Af tvennu illu þó, þá er ég sáttari við rok og rigningu á Aðfangadag en á Gamársdag! Það er nefnilega ekkert gaman að skjóta upp flugeldum í roki og rigningu! Því liggja sjálfsagt margir skotglaðir á stokkbólgnum hnjánum, biðjandi um gott skotkvöld eftir Áramótaskaupið.
Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir.