Færsluflokkur: Menning og listir

París

lourve.jpg
Jæja, þessi ferð hófst eiginlega mjög snemma á föstudagsmorgni, kl. 4:30 vöknuðum við, ég  og dóttir mín og lögðum loft undir væng. Ástæðan fyrir því að mæta svona snemma á flugstað, er einfaldlega sú að ég ÞOLI ekki langar biðraðir og vildi losna við sem mest af þeim á flugstöðinni. Reyndar tókst okkur að bíða í korter, sem er ásættanlegt. Sem sagt, kl. 5:30 um morgunnn vorum við kominn inná það allra helgasta, Fríhöfnina. Eitthvað var nú eytt af aurum þar, rifinn í sig morgunmatur og öllari rann ljúflega niður með beikoninu. Fékk meira að segja áritaðan CD frá þeim Baggalútsfélögum rétt áður en við áttum að stíga um borð. Reyndar var þá búið að tilkynna 25 mín. seinkun. Þegar um borð var komið og allir sestir og búið að læsa vélinni, tilkynnti flugstjórinn að vegna umferðar yfir París, þá seinkaði flugtaki um hálftíma og urðum við að bíða um borð! Þarna var komin tæplega klukkutíma seinkun! Og ekki að maður sé í einhverjum Saga Klass sætum þarna í vélinni, það var svo þröngt að ég varð að biðja manninn í næstu sætaröð við hliðina að standa upp, svo að ég gæti borðað í nefið á mér! En flugið tókst ágætlega, 3 tímar og fimm mínútur tók það okkur að fljúga þetta en þá skeði það! Crying
Það var víst einhver kaldskítur þarna á DeGaul vellinum svo að rampurinn komst ekki upp að vélinni, kostaði það einn og hálfan tíma hangandi í vélinni, bíða eftir að veðrinu slotaði. Þegar við loksings komumst út þá tók það klukkutíma að bíða eftir töskunum! Ég átti bara ekki til aukatekið franskt orð yfir þessu öllu samann. Seinkun uppá 3 og hálfan tíma og áttum eftir að koma okkur á hótelið. Fyrst þurfi að finna rútu til að koma okkur á lestarstöðina og tók það háftíma og svo var endalaus biðröð í sjálfsala og annað og tók það 45 mín að fá bara miða og svo tók ferðin með lestinni að Gard Du Nord um hálftíma og svo labb í 25 mín til að komast á hótelið, eða kústaskápinn, því að herbergin voru svo lítil að ég varð að bakka inn. Við vorum komin á hótelið um hálf sex um kvöldið, búin að vera vakandi í hálfan sólahring og ekki enn farin á Lourve! Dagurinn ónýtur! Lá við að ég færi bara heim! En, safnið var opið til kl. 10 um kvöldið svo að við örkuðum að næsta Metro og tókum lest áleiðis. Fundum út í hvaða átt við áttum að fara og örkuðum af stað. Þá var ég þegar orðin þreyttur í fótunum eftir allt labbið. En inná safnið komumst við. áttum ekki orð yfir hvað portið með píramítanum var fallegt þarna í kvöldrökkrinu. Áttum von á biðröð en hún gekk áfram eins og í lygasögu. Lobbíðið í Lourve er barasta upplifun út af fyrir sig. En inn á DENON álmuna var arkað og beinustu leið á the Grand Gallery. Maður upplifði bara The DaVinciCode aftur, þarna var staðurinn þar sem dauði kallinn lá og allt! En lengdin á þessum gangi, mar! W00t
Þegar ég og dóttir mín gátum loksings troðið okkur og olnbogað í gegnum mannfjöldan til að komast að Monu Lísu, stóð maður þar og gapti í korter í það minnsta. Gapti yfir þeirri fegurð sem þarna var, yfir öllum þessum mannfjölda sem var í salnum og gapti yfir því hvað myndin var lítil! Þetta ver eiginlega bara smá léreftpjatla, svei mér þá! En falleg var hún þrátt fyrir hrukkurnar á myndinni. Já, gott fólk, þarna missti ég sveindóminn! Búnn að sjá Monu Lisu! Þá var að snúa sér að öðrum meisturum. Ég snéri mér við í salnum og sá þá stærstu mynd efver, sko! Á móti ML var mynd sem var stærri en húsið mitt að flatarmáli og ramminn var eins og límtrésgrind í Hagkaupum í Smáralind! "Hvernig gat hann málað þetta", galaði dóttir mín. Ég setti mig í prófessor-stellingar og sagði að svona kallar hefðu verið með milljón manns í vinnu, þeir höfðu bara staðið á gólfinu og skipað fyrir. Sem var ekki fjarri lagi, því að flestir stærri meistarar Endurreisnar og fram undir 1850, höfðu haug af nemum í vinnu hjá sér, það var þeirra skóli. Við náðum einnig að skoða Venus frá Mílano í þessari lotu, en þá vorum við orðin úrvinda af þreytu og fundum okkur stað til að borða á og vorum sofnum um 11 um kvöldið, tilbúin í slaginn daginn eftir, en þá var á áætlun að skoða aftur hluta af Lourve og fara á d´Orsay listasafnið, sem allir Impressionistarnir voru, Monet, Manet, Pizzaro, Gauginn, Sysley og fl. Ooo, ég gat varla sofnað fyrir spenningi! En það stóð ekki yfir nema í nokkrar sekúndur því að um leið og við lögðum höfuð á kodda, vorum við sofnuð!

Góðir tónleikar

lennon_01.jpg

 Var áðan ásamt frúnni á yndislegum tónleikum til heiðurs John Lennon. Symfó og Jón Ólafsson, ásamt Birni Jörundi, Hildi Völu, KK, Sjonna Brink, Páli R, Eivör, Magnúsi Change Þóri, Jens Brain Police og Hauki Heiðari úr Diktu. Hreint út sagt frábærir söngvarar, hver á sinn hátt og náðu hver með sínu nefi að túlka öll bestu lög Lennons. Ég mæli með þessum tónleikum, enda verða aukatónleikar um helgina og einhver sæti laus enn.

Á meðan ég sat og drakk í mig tónana, fór ég ósjálfrátt að hugsa um Lennon og boðskap hans, friðarboðskapin og hinu hörðu róttæku gagnrýni á stjórnvöld. Það voru kaldhæðni ölagana, að þessi mikli friðarsinni sem barðist gegn stríði og vopnaburði, skuli hafa fallið fyrir byssumanni á götu í New York þann 8. des. 1980 á leið heim til sín úr stúdíói.

Give peace a chance!

 

 


Matar- og bókaskattur

companyimg1.jpg

Var í Kóngsins Köben um helgina og datt inn í bókabúð Arolds á Kaupmangaragötu, beint á móti Sívala turninum. Á meðan frúin skoðaði sögubækur, skellti ég mér á efri hæðina og blaðaði þar í listabókum, sem þar eru í stæðum, rétt eins í Máli&Menningu á Laugarvegi. Reyndar raðað mjög svipað upp, þannig að maður varð að halla haus til að lesa á kjölinn, eða hreinlega að draga fram hverja einustu skræðu úr hillunni, til að lesa á kápuna. Sjálfsagt er það plássleysið sem kallar á þessa uppröðun, en mér lá ekkert á og á meðan ég var að rýna á hillurnar með hallandi haus, fór ég að velta fyrir mér verðinu í leiðinni. Þarna voru litprentaðar bækur í stóru og vönduðu bókbandi, um ákveðna listamenn eða listastefnur. Ég tók eina út úr hillunni og missti hreinlega andann, þegar ég sá verðið! Ekki vegna þess hve verðið var hátt, heldur þvert á móti. Þarna var þykk bók uppá 600 bls, með litprentuðum myndum á hverri síðu og kostaði skitnar 399 kr DKK, sem væri þá nákvæmlega 4.628,40 miðað við gegnið akkúrat á þessari mínútu. Þessi bók hefði ekki verið undir 8000 kr í M&M, Bókabúð Steinars og Pennanum! Reyndar sá ég bækur í svipuðu broti á 299 DKK (3.468,40) um Listasögu Danmerkur, reyndar ekki alveg ný, prentuð 2003, en mér er alveg sama. Ég fór einnig að hugsa um bókaverð hér heima og satt að segja blöskrar manni hreinlega hvað bækur eru dýrar og ekki vegna þess að rithöfundar og útgefendur eru að smyrja svona á bókna, heldur rányrkju hins opinbera í þessum flokki menningar hér á landi. 

Eins er það matarverðið og þá er ég ekki að tala um Fötex, Fiskitorfuna eða eitthvað álíka, bara Jensen Buffhús, (Jensens Bøfhus) forréttur, buff og eftirréttur, ásamt bjór, 1/2 rauðvín, kostaði 250 DKK (2.900,00) á manninn, sem hefði farið vel yfir 10.000 kallinn á Argentína Steik hás!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband