Blindir á öðru og sjónskertir á hinu

Geir var að halda ræðu! Hann hélt ræðu um hvað ríkið mokar inn af seðlum vegna þess að bankar og einstaklingar, sem greiða bara 10% fjármagnstekjuskatt, skila miklu til kassans. Svo miklu að bara innkoman af því borgar menntun barnana okkar í landinu! Vá, Með sömu reikniskúnstum má þá ætla að ef hann myndi lækka tekjuskatt okkar einstaklingana í 10% líka myndi ríkið verða svo ríkt að hægt væri að greiða upp allar skuldir þjóðarinnar, gefa öldruðum og öryrkjum áhyggjulaust æfikvöld, borga góðan lífeyrir  til þegna landsins og bara allt! Hann hlítur að sjá þetta maðurinn, hann er ekki svo vitlaus í að reikna! Eða hvað? Er þetta bara einn angi af þeirri misskiptingu í þjóðfélaginu sem við ætlum að láta yfir okkur ganga aftur og aftur. Þegnar landsins eru eins og hvert annað bölvað leiguþý sem má okra á og skattpína, en Aðallinn fleitir rjóman af öllu?

Þetta kalla ég að vera blindur á öðru og sjónlaus á hinu!

Lifi byltingin Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þeir sem mist mega sín eru þeir sem verða mest fyrir barðinu

Margrét M, 8.2.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Bara klemog knús frá mér í dag

Sigrún Friðriksdóttir, 10.2.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband