12.2.2007 | 08:55
Málverkur
Hef nú lítið verið að Blogga síðustu daga, enda á fullu að mála, nota allar lausar stundir á vinnustofunni. Nenni hreinlega ekki að fjasa um pólitík, en þó var ég nokkuð ánægður með síðustu skoðanakpönnun Fréttablaðsins um helgina. Ekki orð meira um það.
Litla aðstaðan mín er hreinlega að fyllast af myndum og með sama áframhaldi verð ég að fá mér stærra húsnæði til að vinna í! Málið er áð þegar maður er að vinna í olíu, þarf maður að vera með margar myndir í gangi í einu, það er víst æskilegt að leifa þessu að þorna á milli. Einhvern tímann var ég spurður, hvers vegna ég málaði ekki bara með Akríl! Svarið er einfalt. Akríll er "dautt" efni, olían er lifandi.
Og ég er lifandi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
mér finst olíumálverk yfirleitt fallegust ..en það er bara mitt álit.
Margrét M, 12.2.2007 kl. 09:03
sammála ofanverðri
Ólafur fannberg, 12.2.2007 kl. 09:11
OOhh ég ætla að byrja að mála einhvertíman
Sigrún Friðriksdóttir, 12.2.2007 kl. 15:27
Ég "mála" stundum ja eða hvað á að kalla þetta hjá mér..en nota yfirleitt pastell og olíu /acryl krítar og mála með puttunum... en er aðeins byrjuð að nota pensil og þá með olíu/acryl ..þannig ekki alveg steindautt
..en er að vísu sjálf búin að vera hálf dauð með pensilinn núna..helst ég manni mig upp og máli eftir ljósmyndum og gef svo í afmælis eða aðrar gjafir..Aldrei að vita nema maður verði "frægur" einhverntíma ..ja allavega fræg með "endemum" og "eindæmum" en núna fer ég að "mála" með myndavélinni. ..P.S. Mér finnst myndirnar þínar mjög góðar og haltu áfram meðan að anda/listagyðjan heltekur þig .
Agný.
Agný, 13.2.2007 kl. 16:12
Mér finnst myndirnar þínar vera frábærar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.