Umhverfishryðjuverk!

Síðustu daga hefur verið fjallað um olíublautann fugl á Garðskaga og er talið að það stafi af Wilson Muga strandinu. Einhverjir gröfukallar í Kópavogi vaða yfir ræktaðan trjálund án þess að bera nokkra virðingu fyrir umhvefinu, reyndar samkvæmt skipun bæjaryfirvalda. Í Mosfellsbæ er vaðið yfir perlu í dalnum, af skipun bæjaryfirvalda og var reyndar stoppað af íbúum. Svona mætti lengi telja. Hvar sem maðurinn kemur nærri, skilur hann eftir sig ummmerki, sem ég vil kalla hryðjuverk! Skipsstrandið, það er sorgarsaga, enginn vill bera greinilega ábyrgð á málunum, hvorki eigendur skips og yfirvöld, þrátt fyrir að varað hafi verið við olíumengun. Málið í Kópavogi er vegna þess að menn "héldu" að þeir hefðu leifi til að grafa trjálundinn í sundur, þrátt fyrir að til er tækni til að gera hlutina án þess að skaða umhverfið eins mikið.
Undanfarið hafa þeir sem eru hlyntir miklum virkjunarframkvæmdum, ásakað mótmælendur, m.a. á Kárahnjúkum, að vera að stunda hryðjuverk, en mér sýnist á öllu að það eru fleiri sem það stunda. T.d. eru í pípunum að stunda umhverfishryðjuverk í Þjósárdal þessa dagana go þar er fólk að mótmæla.
Einhver pirraður útvarpshlustandi var að kjósa kynþokkafyllstu konu landsins á föstudaginn var og vildi þurrka út Bryndísi Schram af listanum, vegna þess að hún var að mótmæla vegalagninunni í Mosó, og sagðist vera orðinn hundleiður á þessu "umhverfi-verndunar-kjaftæði"!
OK, ég er orðin hundleiður á þessum "umhverfis-hryðjuverkamönnum" í landinu sem geta ekki borið virðingu fyrir neinu.

Svei attann!Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

og urdannbittu

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Margrét M

já láttu liðið heyraða... 

Margrét M, 20.2.2007 kl. 14:05

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Kvitt

Sigrún Friðriksdóttir, 21.2.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband