28.2.2007 | 18:31
Afsökunarbeiðni
Þá hefur borist svar frá þeim í Valhöll vegna "skráningar" sonar míns í flokkinn að honum forspurðum. Hér kemur það en ég tók burtu nafn viðkomandi, enda kemur nafn sendanda ekki beint málinu við:
Sæll Bragi.
Þakka þér fyrir póstinn. Ég get því miður ekki sagt hver hefur skráð son þinn í Sjálfstæðisflokkinn. Við fáum margar skráningar af netinu og var skráning hans ein þeirra. Til þess að fullvissa okkur um að viðkomandi hafi sjálfur óskað eftir inngöngu í flokkinn sendum við þessi staðfestingabréf þar sem viðkomandi er boðinn velkominn í flokkinn. Í þeim tilfellum þar sem einstaklingur hefur verið ranglega skráður hefur hann samband og nafn hans tekið af skrá eins og tilfelli sonar þíns. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum sem nú hafa verið leiðrétt og nafn hans hefur verið tekið af skrá.
Með góðri kveðju.
Auðvitað eins og heiðurmanni sæmir, svaraði ég þessu kusrteisilega bréfi, en eingöngu vegna þess að mér fannst vanta svar við ákveðinni spurningu:
Takk fyrir svarið.
Afsökunarbeiðnin er móttekin.
Það er kannski rétt hjá ykkur að senda einhverskonar staðfestingabréf til þeirra sem sannarlega eru að skrá sig í flokkinn, sama hvaða flokkur það er. Þar sem hann fullvissaði mig um að hafa ekki skráð sig sjólfur í flokkinn og hann veit ekki að neinn hafi skráð hann í flokkinn með hans vissu, þá langar mig að vita hvernig "beiðni" hans um inngöngu var háttað? Er hægt að fá IP töluna af þeirri vél sem skráði hann á netinu? Veit að það er hægt.
Svar óskast.
Þetta ætti að stytta þeim stundirnar að finna út úr þessu!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst merkilegt ef félagar í Sjálfstæðisflokknum eru 45.000 eða 21 % kjósenda.
Pétur Þorleifsson , 28.2.2007 kl. 18:44
ég er svo sem ekki hissa að þeir séu um 45.000 þús. miðað við þessar aðferðir, að hver sem er getur skráð hvern sem er sem flokksmann, án vitundar hans
Bragi Einarsson, 28.2.2007 kl. 22:14
Þetta er ótrúleg ósvífni !!!!
Kveðja frá mér og takk fyrir innlitið til mín
Sigrún Friðriksdóttir, 28.2.2007 kl. 23:59
frábært hjá þér að svara þessum fávitum .. og gefa þeim eitthvað til að hugsa um ... það er bara svo gaman að sparka smá í þá sem eiga það virkilega skilið ..
eins og til dæmis þessi skrif hjá mér hér
Margrét M, 1.3.2007 kl. 09:54
Ef við drögum svona 15 frá 45 þá eru flokksmenn enn mjög margir. Eru félagar í flokkum ekki yfirleitt hugsjónamenn ?
Pétur Þorleifsson , 1.3.2007 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.