Helgarbloggari?

Þá er ég orðinn helgarbloggari, svona eins og helgarpabbi! Gef mér ekki tíma vegna anna að blogga. Hvað þá að lesa bloggin frá bloggvinum mínum nema á hundavaði, kommenta endrum og eins, eða læðast inná síðurnar og læðast út aftur, svo að engin taki eftir. Enda er ég þessi rólega týpa, er aldrei með læti í heimsóknum eða partíum, er frekar einn af þessum rólegu, hæglátu, þöglu gæjum, sem fylgist bara með samtali hinna í partíinu! Legg inn endrum og eins athugasemdir, þá bara til að reyna að vera fyndinn. Reyndar leiðist mér það ekki, stundum hef ég bara ekki frá neinu að segja, hef þessa vikuna ekki verið að velta mér uppúr hinum daglegu "fréttum" sem reyndar virðast snúast eingöngu um ofbeldi og perraskap. Heyri sjaldan jákvæðar fréttir.
Þegar ég er á kvöldinn á vinnustofunni að reyna að skapa einhvern óskapnað á strigann, er ég með gömlu gufuna í gangi, því að ég hef fengið meir en nóg af síbyljunni á hinum stöðvunum. Heyri margt skemmtilegt og fróðlegt. Skelli svo djassin í botn þegar "pingpong" tónlistinn byrjar eða að einhver missi sig á nótunum á píanóinu sínu!

Reyndar ók ég eftir því í vikunni að Íhaldið og Vg gætu hreinlega stofnað saman næstu ríkisstjórn, ef skoðanakannanir næðu fram að ganga. Mér þóttu það ekki merkilegar fréttir, satt að segja. Þrátt fyrir að VG séu umhverfisflokkur (að eigin sögn) er hann ráðstjórnarflokkur, vill banna allt og alla, vill fylgjast með öllu og öllum, vill helst einangra landið fyrir utanað komandi áhrifum og halda í krónuna sem lengst. Hm, þetta hljómar nú svolítið eins og Íhaldið, eða hvað finnst ykkur? Allavega virðist Íhaldið vera búið að fá einhverja bakþanka að hafa gefið fjármagnsfyrirtækjum lausann tauminn, vilja nú fara að setja höft á, kannski bara til að losna við Straum-Burðarás úr landi! Þeir hafa líka verið ansi duglegir við að skattleggja landann, fyrirgefið, leggja á GJÖLD, ekki skatta, eða svo segir Geir. 

 Litahringur-2

Ef maður hugsar litróf stjórnmálanna í hring, svona eins og við listamenn skoðum litahringinn, og staðsetjum þann gula efst á hringinn, þann bláa og þann rauða neðarlega á hringnum, þá má sjá að sá blái og sá rauði eru nokkuð nálæg hvor öðrum, reyndar kemur sjá fjólublái, eða Ultrablái, þarna inn á milli, en hvað eru Íhaldið og VG annað en Ultrabláir flokkar, báðir tveir? Þeir hafa alla tilburði til að sýna Ráðstjórnartakta, vilja báðir fylgjast með öllum, hafa gætur á öllum, vilja hömlur og höft og eru ótrúlega sammála um marga hluti. Virðast líka skilja hvern annan voða vel, allavega skildi Davíð vel bullið í Steingrími, þó svo að Steingrímur hafi kallað Davíð druslu og dusilmenni! Held barasta að Davíð hafi verið hreykinn að einhver af andstæðingum hans hafi skilning á honum, og taki honum eins og hann er. En Davíð er ekki lengur No. 1.  Og efast um að Steingrímur kalli Geir druslu og dusilmenni, því að Geir verður að vera meira sýnilegur til þess að formaður vinstri grænna láti slík orð falla um væntanlegan meðbróður sinn í næstu ríkisstjórn, EF marka má skoðanakannanir!

En hvað um það, heimurinn heldur áfram, sama hver ræður. 

Blessi ykkur í bili! Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

læddist hér inná mánudagsmorgni

Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

smá að kíkja, gangi þér vel að mála !

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Margrét M

he he,, ég gef mér einmitt sjaldan tíma til að blogga  um helgar

Margrét M, 12.3.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband