19.3.2007 | 22:46
300
Ég og yngri sonur minn fórum á myndina 300 á laugardagskvöldið var og ég verð að segja að ég gleymdi að éta poppið á meðann henni stóð yfir! Þetta er ein magnaðasta mynd sem ég hef séð, gerða eftir teiknimyndasögu, með allri virðingur fyrir Superman, Batman, Daredevil, X-man, Sin City og fl. Ég las myndasöguna 300 eftir Frank Miller fyrir nokkrum árum, fékk hana á bókasafni Reykjanesbæjar og vissi í reun ekki hvað ég var að fara að lesa, þótti bara kápan flott! Og þegar ég fletti bókinni, hreinlega gleymdi ég að lesa hana fyrst, teikningarnar voru svo frábærar að mar átti ekki t il orð! Hún lá á náttborðinu hjá mér í góðann tíma og alltaf var ég að sjá eitthvað nýtt í hvert skipti, þegar ég opnaði hana (fékk reyndar sekt á hana fyrir að skila of seint). Því var það með hálfum hug að ég færi á bíómyndina, fanst einhvern veginn að ekki væri hægt að toppa myndasöguna með þvíað gera kvikmynd eftir henni. Myndin er eins og bókin, ramma fyrir ramma.
Einhverjir hafa gagnrýnt myndina fyrir að vera sögufölsun. Ok, í gegnum tíðina hafa verið gerðar meiri sögufalsanir en þetta, enda var Frank að skapa þarna sögu úr atburðum sem gerðust 450 árum fyrir Krist, og er sagan hans ekkert rangari en margar sögur sem reynt hefur verið að mynda. Enda átti þessi kvikmynd ekki að vera heimildarmynd. Fyrir mína parta er hún hrein og sönn, fyrir það að fylgja söguþræði Franks Millers í einu og öllu, draga fram hið Epíska andrúmsoft, sem hann skapaði með myndasögu sinni. Ég mæli eindregið með þessari mynd, fyrir þá sem hrífast af epískum sögum, hún slær mörgum þeirra út!
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Ljóst að maður verður að nálgast myndasöguna til að geta gert samanburð. Nú er komið í ljós að 300 er þegar orðin ein vinsælasta opnunarmynd allra tíma, og greinilega ansi margir sammála okkur um gæði hennar.
300 (2007) ****
Hrannar Baldursson, 20.3.2007 kl. 08:03
humm , þannig að maður verður að sja þessa mynd ...
Margrét M, 20.3.2007 kl. 09:17
hef ekki séð þessa mynd eða heyrt um hana, ensendi bara kveðju til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:32
Skömm frá því að segja ef að allir segja mynd eða bók alvega sjúklega góða hvort sem það er vegna ógnvekjandi atriða og lýsinga eða sorglegra, eða fyndinna..þá er ég alltaf búin að búa mér til svo mikla mynd af þessu að allur tíminn fer í að reyna að finna þetta rosalega eitthvaðMan alltaf að ég beið alla myndina eftir þessu hrikalega atriði í The Jaws á sínum tíma...Kveðja.
Agný, 22.3.2007 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.