1.6.2006 | 21:43
exbé=Formúla fyrir nýja tegund af einfrumungum?
Jæja, ekki að spyrja að því, auðvitað tókst minnsta flokknum í landinu að komast í borgarstjórn, ásamt flokki með Vinstra íhaldinu (eða hægri-var dáldið óljóst þarna í restina!) Þetta virðist vera lögmál frekar en tilviljun, en alltaf hefur Framsóknarflokknum tekist að vera meira og minna með puttana í stjórn landsins, alltaf tekst honum að komast í áhrifastöðu í ríkisstjórn og borgarstjón, þrátt fyrir slæglegt gengi, allstaðar þar sem hann kemur því við, nær hann að troða sér, þó svo að langmestur meirihluti þjóðarinnar vilji ekki hafa hann yfir sér! Hvernig stendur á þessu? Kannski vegna þess að hann er galopinn á báða enda og er tilbúinn að fórna hugsjónum (ef einhverjar eru) bara til að fá að stjórna, og Fuglaflokkurinn (XD ef einhver skyldi ekki fatta!) veit alveg að hægt er að kaupa Einfrumingsflokkinn fyrir stól, bara ef hann vill vera memm! Hvað kallast svona stjórnmál? Ég fatta þetta ekki. Enda ættla ég ekki að reyna það, enda búinn að fá nóg af þessum tveim flokkum í stjórn og tími til kominn að skipta þeim út fyrir lýðræðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.