Enn um Framsókn

Á sama tíma og Framsóknarflokkurinn er í upplausn í landsmálapólitíkinni, virðist þessi örflokkur komast til mikilla áhryfa innan nýja Reykjavíkur-listans. Alveg furðulegt hve lágt Fuglaflokkurinn leggst að ganga til samstarfs við þann flokk sem tapaði mest í kostningunum. Það segir nú meira um Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn, því að þeir hefðu hæglega tekið Frálslinda inn og komið með eitthvað nýtt í Reykjavíkurpólitíkina, en nei, falla í sama farið og stórnarflokkarnir, enda slitnar ekki slefið á milli þessara tveggja flokka. Heyrði í fréttum í dag að það þurfi að sækja einstaklinga inn í nefndir og ráð, sem náðu ekki kostningu, svo að þetta aumingja-samstarf geti nú haldið. Hungrið í völd eru orðin það mikil hjá Bara Villa og hans fólki og gamla sjálfsagða "að ráða öllu" genið í framsókn er svo sterkt hjá þessum tveim aðilum að það er skelfilegt. Halldór ætlar að hætta vegna slæms gengis flokksins og Einfrumingurinn fær ótrúleg völd innan Borgarinnar. Er ekki eitthvað skakt við þessa mynd? Í síðustu alþingiskostningum töpuðu báðir stjórnarflokkarnir og héldu naumum meirihluta, og Sjálfstæðismenn fengu næst lökustu kostningu frá því síðast.

Ja, hérna, hérna, bara, ég segi ekki meir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband