1.4.2007 | 17:13
Naglauglýsing
Auglýsingafyrirtæki átti að framleiða sjónvarpsauglýsingu fyrir fyrirtæki sem framleiðir nagla. Auglýsingafyrirtækið fékk frjálsar hendur en áttu að skila tillögum að þrem vikum liðnum.
Svo liðu þrjár vikur og eigendur naglafyrirtækisins mættu á höfuðstöðvar auglýsingafyrirtækisins og sátu í litlum sal með stóru tjaldi. Ljósin voru slökkt og auglýsingin byrjaði:
NEI, NEI! öskrar einn eigandi naglafyrirtækisins hátt og stekkur upp úr stólnum. Eruð þið bilaðir, við getum ekki sýnt þetta! Þetta er allt of gróft! Við verðum að sýna tillitsemi og alls ekki svona mikið ofbeldi!
Auglýsingamennirnir náðu að róa forstjóranna aðeins og sögðu að þetta hefði bara verið tillaga og hvort að þeir mættu ekki reyna aftur. Með semingi náðust samningar og nú fékk auglýsingafyrirtækið aðeins eina viku til að koma með gott handrit.
Og vikan leið.
Þá mættu forstjórarnir aftur og sátu nú í myrkruðum salnum eina ferðina enn og ekki laust við smá taugatiring. Ljósin voru slökkt og auglýsingin byrjaði:
Svo liðu þrjár vikur og eigendur naglafyrirtækisins mættu á höfuðstöðvar auglýsingafyrirtækisins og sátu í litlum sal með stóru tjaldi. Ljósin voru slökkt og auglýsingin byrjaði:
Súmmað er yfir gamla borg og vélinni beint að hæð eina mikla. Þar á hæðinni eru fullt af rómverskum hermönnun og öðru fólki. Greinilegt er að þarna er mikið um að vera. Hamarshökk og sársaukakvein. Það fer ekki á milli mála hvað þarna er í gangi! Blóð og ógeð út um allt! Vélinni er súmmað að einum hermanninum, þar sem hann stendur gleiðfættur og hann horfir glottandi í vélina og segir:
Við notum sko nagla frá Nöglum hf!
NEI, NEI! öskrar einn eigandi naglafyrirtækisins hátt og stekkur upp úr stólnum. Eruð þið bilaðir, við getum ekki sýnt þetta! Þetta er allt of gróft! Við verðum að sýna tillitsemi og alls ekki svona mikið ofbeldi!
Auglýsingamennirnir náðu að róa forstjóranna aðeins og sögðu að þetta hefði bara verið tillaga og hvort að þeir mættu ekki reyna aftur. Með semingi náðust samningar og nú fékk auglýsingafyrirtækið aðeins eina viku til að koma með gott handrit.
Og vikan leið.
Þá mættu forstjórarnir aftur og sátu nú í myrkruðum salnum eina ferðina enn og ekki laust við smá taugatiring. Ljósin voru slökkt og auglýsingin byrjaði:
Flogið er yfir eyðimörk. Langt í fjarska má sjá sandryk þyrlast upp og byrgja sjóndeildarhringinn. Flogið er nær og sést þá þar hópur af rómverskum hermönnum á harða hlaupum, sem virðist ekki út af neinu sérstöku. Vélinni er súmmað áfram yfir hópinn, sem greinilega eru að elta einhvern. Í ljós kemur að þeir eru á harðahlaupum á eftir manni á lendarskýlunni einni fata. Vélinni er súmmað að fremsta hermanninum í hópnum. Móður og másandi mátti heyra þessi orðaskil:
Þe..þetta (púf) hee..fði sko ekki (púf) skeeeð, ef viiðð hee..fðum fengið að nota nagla frá Nöö..glum hf!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hahaha meiri naglarnir
Sigrún Friðriksdóttir, 1.4.2007 kl. 17:55
Frábær!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 19:35
Ólafur fannberg, 2.4.2007 kl. 00:48
frábær !
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 05:53
he he .. algerir naglar ..
Margrét M, 2.4.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.