14.6.2006 | 17:48
Ný bæjarstjórn í Garði
Þá hefur ný bæjarstjórn í Garði tekið við og vil ég óska Oddnýju Harðardóttur til hamingju með nýja starfið. Ég efa ekki að hún verði starfi sínu vaxin þó að ég efist um aðra meðlimi hins nýja lista. En hvað um það, þetta var niðurstaðan og nú er að sjá hvernig hinum nýja merihluta tekst til. Auðvitað vonar maður að vel takist, ekki er ég að óska þess að allt fari fjandans til, skárra væri það nú, þetta er spurning um áherslur fyrst og fremst. Eða þannig leit það út í kostningabaráttunni. Krafist var opnari stjórnsýslu og lögð meiri áhersla á skólamál, minni áhersla á malbik og aðrar steypuframkvæmdir, þannig að 80% tekna bæjarins fer þá í að reka skólann, samkvæmt tillögu N-listans. Ég tek það fram að ég vil og hef alltaf viljað veg skólans okkar sem bestann, en tekjur bæjarins þessa stundina duga ekki til að fara eftir öllum þeim tillögum sem óskað er eftir. Vil ég minna á að bæjarfélögin (þessi minni) voru neydd í að taka að sér rekstur grunnskóla, því að það voru eingöngu stóru, ríku bæjarfélögin, (rekin flest af Sjálfstæðismönnun) sem heimtuðu að taka yfir rekstur þeirra. Þau minni urðu að fylgja með (hefur eitthvað með staðfestu og innmúrun að ræða). Þetta var allt gert án þess að bæjarfélögin fengu nokkuð auka fjármagn í skólareksturinn. Svo þegar skiptin voru orðin að veruleika, komu tilskipanir frá ráðuneytunum um einsetningu, skólaeldhús og bla, bla, bla....Svo átti að leysa vandamálið með að sameina sveitarfélögin! Ég hélt að kostnaðurinn væri sá sami þrátt fyrir það að skólinn sé rekinn með eða án sameiningu, nema þá að fækka eigi starfsfólki, leggja niður skólastjórn og reka kennara, þá væri kannski hægt að spara! En það er ekki það sem við viljum. Ég vil bara að bæjarfélögin fái stærri hlut af skattaapkkanum til að getað tekið við þessum skyldum sem á þau eru lögð. Leggja minni áherslur á utanríkisþjónustuna, skattleggja hátekju-eignafólk og stórfyrirtæki og fara að hugsa um fólkið.
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.