23.6.2006 | 20:55
1%
Jæja, þá vitum við hve mikið verðbólgan getur haft á kostningaloforð. Í fréttum á RUV í kvöld var sagt frá samkomulagi samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og ríkisstjórnar um launakjör mörlandans, þ.e. þeirra sem verða að Berjast fyrir launum sínum,( hinir rétta bara upp hægri eða vinstri hönd þegar þeir vilja kauphækkun! lesist: þingmenn) Í sömu frétt var sýnt frá landsfundi Fuglaflokksins og þar sagði Dabbi frá því að hann (og flokkurinn væntanlega) ætli að lækka tekjuskatta um 4%, lækka virðisauka af matvælum og bókum og síðast en ekki síst; afnema eignarskatt! Það var semsagt ekki nóg að lækka tekjuskatt, sem allir nytu góðs af og lækka virðisaukaskatt, sem einnig allir nytu góðs af, nei, heldur var loforðið að afnema eignaskatt með öllu, en það voru bara þeir sem áttu eignir og skítnóga peninga sem nutu góðs af því, svona auka búbót fyrir tekjuháa liðið, því ekki höfðu hinir venjulegu launþegar neitt að ráði uppúr þessari skattalækkun eða afnámi skattsins að græða, því að þeir skulda mest! Ég tek fram og vitna alfarið í téða frétt og vil minna fólk á það (sem á annað borð nenna að lesa þetta) að þetta voru kosningaloforð fyrir 4 árum, þegar allt var á uppleið, samkvæmt tilbúningi þáverandi ríkistjórnar, sem voru, ef ég man rétt, Fuglaflokkurinn og Maddaman. Ég væri ekki hissa þó að það verði ekkert minnst á þetta í næstu kosningabaráttu, því að þar verður barist fyrir stöðuleika, stöðuleika sem ríkisstjórnin er búin að telja okkur trú um að geti ekki orðið, Nema Fuglinn og Maddaman verði áfram við völd! Farið hefur fé og reittar fjaðrir fyrir betra.
Eins og ég ritaði í pistli hér á undan; Lifi byltingin og ég stend við það!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.