Hávaðamengun eða hvað?

Jæja, lang síðan síðast, enda maður búinn að vera á flakki og ekki mátt vera að neinum skriftum síðustu vikur vegna viðhalds á húsi og fl. Reynda er það eitt málefni sem rekur mig til að Blogga og varðar það umræðuna um hraðakstur á íslendingum. Ég horfði á Ísland í dag í gær og þar komu fram í þættinum vélhjólakappi, löggæslumaður og fréttaskúmur og allir höfðu þeir eitthvað til málanna að leggja. Reyndar snérist þessi umræða i þættinum um ímynd vélhjólafólks frekar en um alvarleika þess að sumir í þessum annars ágæta hópi, keyra eins og vitleysingar í umferðinni, sumir teknir á 180 km. hraða og þar yfir! Og það strax eftir baráttufund þessa fólks vegna hraðaksurs vélhjólamanna! Skrítið! Það er rétt hjá vélhjólakappanum, þegar hann fullyrti að allir íslendingar keyra of hratt, enda halda flestir sem aka á þjóðvegum landsins að þeir séu á Autobahn í Þýskalandi, en ekki á sveitavegum á Íslandi. Vegir landsins þola ekki þennan hraðakstur, það er ljóst, hvort sem um er að ræða vélhjólakappa, flutningabílstjóra, rútubílstjóra eða bara venjulegir aular í umferðinni á sínum fjallabíl eða fólksbíl. Eins og fréttir síðustu daga bera með sér. Olíubíll útaf fyrir norðan, flutningabílar reyna að troða sér í Hvalfjarðargöngin með of háann farm og síðast í gær flaug einn útaf á Sandgerðisveginum og fartin slík að örygisbeltið gaf sig í látunum og bíllin eins og hann hafi verið settur í bílapressu! Ég meina það, ég er bara fyrir þeim, þó ég keyri á 100! Og það á Vesturlandsvegi. Fyrir utan það vélhjólamenn aki hratt og stofna lýfi sínu og annara í hættu, þá er annað sem fer ferlega í taugarnar á mér varðandi þessi hjól, sérstaklega tek ég það fram að ég er að tala um hin svokölluðu "reiser hjól" (sjálfsagt eru það keppnishjól á góðri íslensku) og skellinöðrur, (krossarar) sem eiga það sameiginlegt að gera ekkert annað en að framleiða hvimleiðann hávaða! Þessar skellinöðrur (fynnst það réttnefni vegna hávaðans sem þær framleiða) eru komið í annað hvert hús hér í nágrenninu og á góðviðrisdögum, sem ekki hafa verið allt of margir, þá eru þessir friðaspillar að þenja þessar græjur sínar fram og til baka eftir götunni, bara til að kalla fram hávaða. En það er önnur saga og tengist víst því eðli mannsins að vera hættir að sína öðrum tillitssemi. Varðandi hraðakstur, þá legg ég til að þeir sem teknir eru á þessum tólum á ofurhraða, verði sektaðir sem samsvarar andvirði hjólsins sem þeir eru á, sviftir ökuleyfi ævilangt á vélhjóli og hjólið gert upptækt og því eitt! Því ef sá einstaklingur sem missir stjórn á svona hjóli og stórslasar sig, (fyrir utan þá sem því miður hafa misst lífið á þessu ári) þá kostar það þjóðfélagið nokkuð margar milljónir að koma þeim á lappir aftur. Á þetta einnig við þá sem keyra eins og heilalausir á bílum, það sam ætti að gilda um þá. Því miður er allur hópurinn dæmdur eftir einstökum einstaklingum sem haga sér eins og fífl. Það er ekkert sem réttlætir svona hraðakstur. Og þeir hafa engan rétt til að framleiða hávaða, bara til að sýnast töff. Það er ekkert töff að vera dauður!
Hafið svo ánægjulega Verslunarmannahelgi og akið varlega! Það liggur ekkert á!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband