16.7.2007 | 19:09
Fjallaferð...
... á nýja jepplingnum! Hann bara reyndist vel nýji KIA jeppinn, þegar ég og frúin fórum yfir Kjöl um helgina. Helgina þar áður fórum við í Fljótshlíðina og í báðum þessum ferðum var hann að eyða ca 7,9 - 8,1 ltr á hundraðið! Bara nokkuð gott það, held ég. ég hafði aldrei farið Kjöl áður og eftirvæntingin því nokkur, fjallasýn góð, en fékk í staðin rykmökk og moldarfjúk yfir okkur. Enda ekki fallið dropi úr lofti í margar vikur, eða þannig. Vegurinn var skelfilegur Byskupstungna meginn en fínn þegar við komum í Húnavatnsýsluna, enda Blöndulón þar staðsett. Hveravellir, jæja, hef séð nokkra hverastaði og persónulega fannn ég ekki fyrir miklum áhryfum af staðnum. En Hveravellir eru víst merkilegir fyrir þær sakir að vera ein heiti staðurinn á þessu svæði, næsti er þá Geysir. OK, Krísuvík heillaði mig eiginlega meira! Myndin sýnir Kerlingafjöll, hálf nakin af snjóleysi en nokkuð tignarleg. Þegar komið var norður fyrir, var stoppað stutta stund við Blöndulón og farið út. Það var hreinlega skítkalt, miðað við hitan sem var á Geysi og á Hveravöllum. Enda sagði vinkona okkar á Hvammstanga, að það hefur verið síðustu daga skítakuldi og í fréttunum áðan var sagt frá því að hiti hafi farið niður í frostmark í nótt!
Semsagt, flíspeysan var tekin fram, þegar farið var út úr bílnum, fínt gluggaveður og alles. Eða svo fínt Suðurnesjaveður, eins og við hér á tánni höfum undanfarin ár þurft að þola, sól, hvöss norðanátt og hiti aldrei yfir 8-10 gráður mestan part sumars, slefaði yfir í 12, ef það var rigning! En hvernig er það, átti alltaf að vera sól og blíða fyrir norðan á sumrin? Allavega hefur það verið í minningunni að ekki var hægt að opna fyrir fréttir á RUV eða í hljóðvarpi, að ekki var minnst á einmuna veðurblíðu á Akureyri. Je, righ! Var á Akureyri í viku fyrir tveim árum og það hefur aldrei rignt eins mikið og það sumar. Kom nú úr kafinu, eftir miklar yfirheyrslur á heimamanni og einum Jack Daníels seinna, a' það væri nú ekki alltaf endalaus sól þarna fyrir norðan, en þegar hún kæmi, væri talað um það í fréttum, sérstaklega ef það væri rigning í Reykjavík. En eins og allir vita er Reykjavík nafli alheimsins, hvað veður varðar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
til hamingju með jeppan sem langar að verða stór
Margrét M, 17.7.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.