Frummaðurinn í Framsókn

Jæja, það stefnir víst í enn einn frummanninn til að stjórna Framsókn, fyrst var það Halldór og nú er það Jón. Annars afgreiddi Sigurjón þetta snilldarlega á baksíðu Fréttablaðsins í gær, mæli með að allir lesi Bakþanka. Ég leyfi mér að stórefa að Jón myndi laga stöðu Framsóknar fyrir næstu kostningar, réttast væri að leggja flokkinn niður og hægri íhaldsarmur hans gengi til liðs við Íhaldið (enda Framsókn stundum kallaður Litla íhald) og hinir dreifðust á restina. Ég var að ræða við vin minn um daginn um pólitík og þá lýsti ég Framsókn þannig að hann væri eins og gamall, slitinn plastpoki, fastur á nagla á gömlum, tjörguðum ljósastaur! Sjáið þið þetta fyrir ykkur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband