20.8.2006 | 01:05
Menningarsólsetur
Á meðan "allir" íslendingar fara á Menninganótt í Reykjavík (eins og sagt var í síðdegisútvarpi á Rás 2 í dag) voru um 2000 manns + að skemmta sér og sínum á Garðskaga í dag. Reyndar fóru ungmennin í Reykjavík og við þau eldri og þau sem voru langt undr lögaldri, skemmtum okkur barasta vel og vandlega á Skaganum. Svo lítil svöl gola en ringdi ekki, sem betur fer. Þetta er í annað sinn sem þesi hátíð er haldin í Garðinum og tókst hún bara vel. Um daginn vöru leikir, hoppukastalar, fornbílar, Brúðubíllinn, slökkviliðið og motorhjólafólk á staðnum, auk myndlistasýnnga og tónlista atriða og um kvöldið kom KK og skemmti fólki við mikinn fögnuð. Brenna var og fólk skemmi sér hið besta. Eða eins og segir í annars ágætri auglýsingu: "Gerið mikið úr litlu".
;oP
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.