4.9.2006 | 14:04
Er ekki í lagi?
Hm, Davíð Oddson, fyrrverandi eitthvað og núverandi "moneysaver", þ.e. Seðló, er farinn að hafa áhyggjur af auðsöfnun manna á Íslandi! Skrítið. Maðurinn sem undanfarin 12 ár hefur stuðlað að því með einkavæðingu Sjalla ásamt fyrrverandi Krötum og leifunum af Framsók, að örfáir einstaklingar græða sko þvílíkt á því einu að vera Group eitthvað og sérstaklega bankarnir. Varla er hann að tala um Jóhannes í Baug, það er búið að sýkna hann og varla er hann að tala um son hans, en hvert málið á fætur öðru er að leysast upp í tómt vesen hjá Hæstarétti og er ekki að verða að neinu, hann hlítur að vera að tala um bankana. Ég barasta trúi ekki öðru! Kannski er hann að meina kvótakónganna, en þeir eru víst orðnir svo fáir, að það er víst lítið á þeim að græða lengur, þeir, kvótakóngarnir græða bara í staðinn. Niðurstaðan: Davíð Oddson hefur mjög miklar áhyggjur af auðsöfnun manna, sem hafa stutt hann og ríkisstjórn hans í gegnum tíðina. Davíð getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð og sagt að þetta sé einhverjum öðrum um að kenna, hann var í forsvari fyrir ríkisstjórn, sem stuðlaði að óhóflegri auðsöfnum örfárra manna og það er hann og Sjallaflokkurinn sem ber ábyrgð á þessu. Hann er ekki undanþeginn þeirri ábyrgð þótt hann sé orðin Seðlabankastjóri. Misskipting og það mikla bil, sem hefur skapast hér í þjóðfélaginu á undanförnum misserum, er á ábyrgð þeirra sem höfðu stjórn á hlutunum. Tímarnir nenilega breittust líka í verslun og viðskiptum, karlar eins og Jóhannes í Bónus komu fram á sjónarsviðið og gjörbreittu verslunarlandslaginu. Auðvitað situr gamla heildsöluíhaldið eftir með sárt ennið og eru reiðir út í Jóhannes, í stað þess að ræða þetta við Davíð.
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.