Kanar og kakkalakkar!

Jæja, kaninn farinn og þeir skilja eftir sig mengaða jörð og kakkalakka! Ekki einu sinni Bless! Eða takk fyrr!  Bara farnir. Og ríkisstjórn Íslands ætlar að taka við svæðinu eins og engin starfsemi hafi verið á svæðinu sl. 50 ár. Taka við byggingum, bæði nýjum og ónýtum, sem er í sjálfu sér OK, en létu ekki gera úttekt á mengun á svæðu, þrátt fyrir ábendingar um mengun á gömlu sorphaugunum og jafnvel víða innan girðingar. Eitthvað sem kostar jafnvel vel á miljarðinn að þrífa. Þeir skelltu bara öllu í lás og ráða svo eftirlitsmenn með byggingunum í eitt ár, en bara til að passa svæðið. Engin ákvörðun tekin um að halda úti vörnum gegn meindýrum, s.s. kakkalökkum, sem eiga nú mun auðveldara með að fjölga sér. Og svei, ef kakkalakkarnir ná svo fótfestu hér utan girðingar!

ég er dapur í hjarta hvernig stjórnvöld tóku á þessu máli. Kosningar í vor og það er öruggt hverjir fá ekki mitt arkvæði!

Lifi byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband