27.9.2006 | 20:10
Söguleg endalok!
Þá hefur ríkisstjórn Ísland gert samning við herinn vegna brotthvarf hans af landinu. Geir og Framsóknar-þurs fagna því, stokkbólgnir á hnjám, að herinn ætlar að nota ALLANN sinn herstyrk, ef ráðist verði á landið! Vá, ekki hélt ég að við værum svona merkileg hjá herraþjóðinni fyrr vestan að þeir sendi barasta allann Nato-herstyrk sinn í Evrópu, Atlandshafsflotann og flugher og jafnvel flytja herlið frá Afganistan og Írak, auk heimavarnaliðsins í USA til að verja Ísland! Til hvers voru þeir þá að fara? Hvað sagði eiginlega Geir við þá í samninganefndinni? Hvaða rosa tak hefur hann á Kanann að þeir eru tilbúnir að beita ÖLLUM sínum herstyrk okkur til verndar, ef með þarf? A.m.k. var ekki annað að skilja á Geir í gær, þegar hann og Þursinn kynntu niðurstöðuna í beinni. Reyndar er þessi varnarsamningur svo leynilegur, samkvæmt fréttum gærdagsins, að aðeins tveir vita innihald hans, þ.e. aðeins tveir á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þeir í bandarísku samninganefndinni viti líka innhald samningsins, skárra væri það nú tangarhaldið á Kananum! En það var líka eitt sem ég tók eftir í gær, hvar var Valgerður, utanríkisráðherrann á meðan. Jú að tala Ísl-Ensku í útlöndum, eitthvað sem varðar þróunarhjálp. Henni var sem sagt ekki treystandi til að skrifa undir nein plögg á vegum ríkisstjórnar. Tilviljun að hún skuli vera á erlendis á sama tíma og samningurinn er kynntur? Og hvernig ætla Þeir að ráðstafa svo svæðinu innan "girðingar"? Þeir ætla að taka sér heilt ár til að hugsa málið. Fólk er nefnilega fljótt að gleyma á einu ári. Þeir vilja ekki gera neitt óþægilegt á komandi vetri, vegna kostninga að vori, treysta því að Þeir verði við stjónvöld næsta sumar, nota tímann til að láta gæðinga sína og innmúraða tryggja sér fasteignir og verðmæti. Af hverju ekki strax? Árni Bæjó í Reykjanesbæ var ánægður með samninginn en eitthvað var hann pirraður út í kollega sína að ekki skuli vera búið að gera neinar ráðstafanir um að nýta svæðið, þrátt fyrir fjölmargar tillögur og margar þeirra mjög góðar! Náttúrufræðisafn. Lögregluskóli, Kvennafangelsi, Íbúðir aldraðra, Kvikmyndaver og sfv. Og svo ákvæðið um að hreinsa svæðið. Þar held ég að Kaninn sé að taka okkur í óæðri endann, því að við vitum ekki hversu mikil mengunin er á svæðinu, bara það að við vitum að mengnin er til staðar og það þykir mér miður. Jú, þeir gefa sér 4 ár, en ef ég þekki Íhaldið rétt, þá draga þeir örugglega tærnar alveg framundir það síðasta til að gera eitthvað í málinu og þá verður of seint að láta Kanann standa við sitt og við sitjum uppi með óþverrann, en í staðinn ætlar Kaninn að verja okkur með ÖLLUM sínum herstyrk, EF eitthvað kæmi uppá hjá okkur!
Þetta kalla ég Söguleg endalok!
Lifi byltingin!
Þetta kalla ég Söguleg endalok!
Lifi byltingin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.