Ekki sama Björn og Séra Björn?

Einu sinni sagði Björn Bjarnason að Kommúnistar á Íslandi þurftu að gera upp sína fortíð og draga ekkert undan. Mig minnir að þetta hafi verið fljótlega eftir að Múrinn féll og Sovétríkin liðu undir lok. Var hann harðorður í garð kommúnista, sósíalista og almennt alla vinstri menn, sem á einhvern hátt tóku upp hanskann fyrir Sovét og vildu innleiða sósíalið hér á landinu. Sem betur fer fór þó ekki svo að við gerðum það. Að vísu voru til hópar sem voru ekki með inngögngu í Nató og voru þar með kommúnistar, þeir sömu væntanlega voru á móti veru bandaríks her hér á landi og má fullyrða það að finna mátti efahyggjumenn úr ýmsum flokkum. Voru þau mótmæli laminn niður með táragasi á Austurvelli. Ég var t.d. einn af þeim sem vildu bandarískan her, ólst upp við það og taldi að af tvennu illu, væri skárra að hafa Kanann við bæjardyrnar en Kommann. Takið eftir; AF TVENNU ILLU!

Nú þegar sagnfræðingar leggja fram með rökstuðningi að hér hafi farið fram njósnir og símhleranir af stjórnvöldum á árunum 45-75 (+/-) gegn þeim sem voru ekki á sömu skoðun og Íhaldið, rekur Björn Bjarnason upp væl og segir að þingmenn ættu frekar að líta fram á veg en vera að velta sér uppúr fortíðinni og rannsóknir á henni (fortíðinni) ættu að vera í höndum sagnfræðinga! Bíddu við; Ætti Íhaldið ekki gera upp sína fortíð eins og Björn lagði til réttilega að sósialistar ættu að gera? Er maðurinn fæðingarhálviti eða hvað? Eða eru að koma kostningar í vor?

Mikið rétt, það má glögglega sjá á tillögum ríkisstjórnar varðandi lækkunar á vörugjaldi og virðisaukagjaldi á matvæli. Gott mál, en var ekki búið að vera benda þeim á þetta í sl. 2-3 kjörtímabil? Eða var þeta neyðarúrræði vegna þess að Samfylkingin, VG og Frjálslyndir ætluðu að nota matarskattin sem kosingamál? Þá er þetta gott útspil en vonandi sér fólk í gegnum þetta áður en það verður of seint, því að mér skilst að þetta taki ekki gildi fyrr en næsta vor! Tillögurnar eru að vísu ágætar en LÖNGU tímabærar og þessir tillögumeistar ættu að skammast sín að vera ekki búnir að lækka þessa skatta af matvælum fyrir löngu. (Ég sé t.d. ekki neinn mun á Skatti og Gjaldtöku, þegar ríkið er á annað borð að innheimta þetta af okkur)

Lifi byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það þyrfti að grafa upp þessi ummæli Björns og láta hann éta þau ofan í sig...

Jón Ragnarsson, 10.10.2006 kl. 23:48

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Þá er bara að fletta 10-15 ára gömlum Mogga!

Bragi Einarsson, 11.10.2006 kl. 16:13

3 Smámynd: Bragi Einarsson

Það held ég örugglega. Er það opið venjulegum skoðara eða þarf maður að vera áskrifandi?

Bragi Einarsson, 11.10.2006 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband