Tilvitnanir Björns

Hér má sjá ein ummæli Björns Bjarnasonar um uppgjör Alþingis vegna kalda stríðsins. Þessi grein er tekinn beint úr gagnasafni MBL.is

Innlent | Morgunblaðið | 23.5.2006 | 05:30 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra: Hvatt eindregið til uppgjörs Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist hafa hvatt eindregið til þess, bæði innan Alþingis og utan, að uppgjör vegna kalda stríðsins fari fram hér á landi. Sé vilji til þess á Alþingi að rita sögu Íslands og kalda stríðsins megi gera það með sama hætti og gert var þegar saga stjórnarráðsins 1964-2004 var rituð. Um rannsóknar- og greiningarheimildir til lögreglu segir Björn að hann hafi lýst þeirri skoðun á þingi að hann telji ekki lengra gengið að óbreyttu en fram komi í frumvarpi um nýskipan lögregluumdæma. Nánar er rætt við Björn í Morgunblaðinu í dag.

Hér eru ummæli nr. 2

Innlent | mbl.is | 22.5.2006 | 20:31 Björn: Skrýtið að hlusta á gamla sósíalista undrast upplýsingar um símahleranir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir á heimasíðu sinni í dag, að fréttir af erindi Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, um símahleranir í kalda stríðinu hljómi eins og aldrei hafi heyrst um, að símar hafi verið hleraðir á þessum árum. Sérstaklega er skrýtið að hlusta á hina gömlu sósíalista og alþýðubandalagsmenn tala eins og símahleranir komi þeim algjörlega í opna skjöldu. Þeir hömruðu þó á því sýknt og heilagt á þessum árum, að stjórnvöld væru að alltaf að hlera síma. Hafi eitthvað komið þeim á óvart í erindinu væri það líklega, að skiptin eru sex og nákvæmlega tilgreind auk þess sem dómsúrskurður er að sjálfsögðu að baki hverri heimild," segir Björn

Nokkrir kunningjar mínir hafa staðfest að Björn hafi talað um það í fréttaviðtali á RUV að fyrir einhverjum árum, að sóíallistar og gömlu kommarnir yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að Sovétríkin væru ekki lengur til og þeir ættu að gera upp fortíð sína sem fyrst. Ef hann vill að uppgjör verði, hversvegna lætur hann þá ekki opna fyrir gögnin í Þjóðskjalasafninu og stuðlar að því að þetta mál verði krufið í kjölinn?

Lifi byltinginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband