Hefst nú sami söngurinn...

... um leið og það fer að harðna á dalnum hjá bönkum og fyrirtækjum. Nú keppast jakkaklæddir menn við eins og rjúpur við staur að ropa um nauðsyn þess að lækka skatta á banka og fyriræki. Talað er um að lækka skatta á fyrirtæki í 12% svo að þau geti nú blómstrað í þessari "niðursveiflu". Eins og menn átti sig ekki á því að þessi uppkjaftaða niðursveifla hefur jafnmikil áhrif á mig sem neytenda og bankastjórann og forstjórann! Ég eiginlega krefst þess að fá að njóta sömu kjara og fyrirtækin og bankarnir í landinu í skattamálum. Borga bara 12% tekjuskatt (helst engan) enda er ég að borga töluverðan skatt í formi virðisaukaskatts og annarra skatta (gjalda, eins og Geir H. vill nefna það).
Því ef ég ætti meir á milli handanna til að eyða, þyrfti ég ekki að taka neyslulán í formi yfirdráttar, (sem ég er ,sem betur fer, blessunarlega laus við) né endurfjármagna lánin vegna þess að ég skaut mig í löppina af neyslubrjálæði undanfarna mánuði (sem ég er reyndar blessunarlega verið laus við líka). Meira að segja sá ég það fréttum í kvöld að þjónustufulltrúar eru farin að agentera fyrir Íbúðarlánasjóð, helsta samkeppnisaðila bankana í íbúðarlánum, vegna þess að vextir eru svo háir! Sem sagt, ef bankadruslan getur ekki þjónustað mörlandann, getur hann bara farið á "ríkið".
Það heyrist ekki svo mikið hundsgelt frá verkalýðsforustunni um skattalækkanir og vaxtalækkanir og afnám verðtryggingar í síðustu kjarasamningum!
Þess vegna spyr ég: Fyrir hverja eru þessir menn að vinna? Alveg örugglega ekki fyrir sauðheimskan almúgann, svo mikið er víst!

Og eitt enn; hvernig í andskotanum losna ég við þessar fjandans auglýsingar af vefnum hjá mér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

þú losnar við þær með því að kaupa þér aflátsbréf hjá Mbl. þú hefur örugglega efni á því.  þar sem þú virðist ekki vilja vera með í " leiknum," þarft ekki að taka neyslulán, og villt ekki vera með í neyslubrjálæðinu. Hlýtur þú að vera aflögufær með svona smotterí. Ég held að það sé þrjú hundruð kall á mánuði.

Maður sem ekki þarf að taka neyslulán í dag hlýtur að vera vel loðinn um lófana,sem er greinilegt í þínu tilfelli. ..

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband