29.2.2008 | 20:05
Ákvörðun
Ég hef tekið þá ákvörðun að frá og með deginum í dag ætla ég ekki að eyða einni einustu krónu í nokkurn skapaðan hlut, nema að eiga fyrir honum! Ég er orðin hundleiður á því að halda uppi bankakerfinu á okurvöxtum. Ætla núna að fara láta þessa andskota að borga mér fyrir að geyma peningana mína.
Svo að fólk haldi nú ekki að ég sé orðin klikkaður, þá ætla ég að útskýra þetta aðeins.
Frá því ég fór að búa hef ég þurft að taka oft lán til að eignast hluti. Lán til íbúðarkaupa er náttúrulega óumflýjanlegt, en lán til að kaupa sér 42 tommu plasma, 500.000 þús kr. innréttingu, parket uppá 4.500 kr fermeterinn, eðalflísar á baðherbergið á 1500 kall flísina, mahóní stofustáss undir plasma og surránd dótið, eitt stikki fellihýsi á 1.700.000 kr og 5 milljón króna jéppa, til draga draslið á eftir sér, fyrir utan stóla og borð frá Epal og svoleiðis. (haldið þið virkilega að ég sé ein af þeim sem hafi framkvæmt allt þetta hér að ofan? , glætan, nei) en samt hefur maður fari í RL og keypt sér rúm með útborgun og rest á VísaRað, farið í ELCO og keypt sér sjónvarp (túpu) með útborgun og rest á VisaRað, keypt sér eldavél, vegna þess að sú gamla gaf sig, hjá Sigga Ingvars á VisaRað og svona mætti lengi telja. (Fyrir þá sem fatta ekki fyrir hvað RL stendur fyrir þá er það nú bara Rúmfatalagerinn )
Yfirdrátt til einkaneyslu hef ég ekki notað í 8 ár, VISA kortinu lagði endanlega fyrir 8 árum en er smátt og smátt að átta mig á því að ég get verið án þess að hafa ekki alltaf það flottasta og dýrasta í kringum mig.
Kannski er þetta klikkun en þá er það bara tími til komin að vera klikkaður og glaður það sem eftir er !
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll frændi.
Auðvitað er þetta klikkun en við sem þekkjum þig hrökkvum ekki langt,en öllu gammni fylgir nokkur alvara,og ég er illa svikinn ef einhver þekkir ekki heguðnarmynstrið sem þú varst að lýsa. Sá hinn sami standandi hissa, og rasandi yfir því hvernig þú getir vitað þetta um hann.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.2.2008 kl. 22:39
jamm klikk .. he he .. en hver er ekki klikk ?
Margrét M, 2.3.2008 kl. 09:40
Ég kaupi ekkert nema eiga fyrir því... eða þá að yfirdrátturinn leyfi það:)
En ég nota ekki kreditkort og ég tek ekki lán fyrir dóti og drasli.... ekki einu sinni bíl
Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 18:03
Húrra !!! Þetta vantar inn í íslenskan hugsunarhátt !!! Ég hef reyndar gert þetta í 12 ár og voru þær margar gróurnar um mann á sínum tíma, t.d. gat ég nú keypt mér hús af því að ég giftist gömlum ríkum hollendingi hahahah einhver sá mig úti að labba með tengdó rétt eftir að við keyptu okkur hús. Og þá fara auðvitað sögurnar og ekki minnst samanburðurinn á stað. Ótrúleg !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 2.3.2008 kl. 21:19
Hvað er að vera klikkaður? Eða hvað er normal? Er það ekki jafn afstætt eins og frelsið?...Hver er það sem býr til meðal "Jóninn"...? Eru það ekki þeir sem skara á engan hátt framúr á einu eða neinu sviði heldur halda sig á miðju punktinum... Það má enginn skara fram úr þeim..þá eru þeir aðilar of eða van eitthvað...
Ég er allavega eitt...það er ekki "þjóðfélagsvæn"... En ég er nokkurnvegin á sömu línu og þú í dag..fækkar "jólakortunum"..eða ætti kanski að kalla það "jólasveina"kort..?
Bankinn stjórnar okkur..tanmlæknirinn..læknirinn..og svo má lengi telja...við erum flest búin að gefa ábyrgðina á okkur sjálfum upp á bátinn..Hringt í þig til að minna þig á þetta eða hitt.......ég er búin að segja þeirri áskrift upp.... Ætla að sjá um að passa mína heilsu eða mitt heilsuleysi sjálf....
Því hver ber ábyrgðina þegar upp er staðið í öllum þessum málum?....Er það ekki ég/þú?...
Ef ég ber ábyrgðina hvort sem er þá vil ég ráða hvenær ég tek hana en ekki vera úthlutað henni þegar þetta lið getur ekki eða meikar ekki að bera ábyrgðina á mér ..nú eða er bara hreinlega búið að klúðra henni.......
Kíktu að gamni á video sem ég setti inn sem að einhverf kona gerði..maður pælir sko í þvi eftir að horfa/hlusta á það hvað er svo sem normal....en ég er ekki svo viss um að ég sé það eða þú eftir að hafa horft...
The Language of Autism video gert af einhverfri konu. Þetta ættu allir að horfa á sem þekkja einhverfa einstaklinga og þá sem eru með asperger syndrome..Agný, 13.3.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.