Tilfinningaverur lítils metnar hjá Frjálshyggjuliðinu

Var að lesa athyglisverða grein um hval-ræðis-málið á Ósýnilegu höndinni og finnst mér höfundur þeirra greina gera heldur lítið úr tilfinningum fólks. Eins og fólk veit og greinir okkur einmitt frá villidýrum, er að við mannfólkið höfum tilfinningar og oft ræðst það af tilfinningum okkar, hvaða afstöðu við tökum til ýmissa mála. Hugsjónafólk er hlaðið tilfinningum, sama hvaða hugsjónir eru þar í gangi og geri ég fastlega ráð fyrir, að greinarhöfundur frjálshyggjunar neiti því ekki að hann sé tilfinningamaður, að hann sé staðfastur á meiningu sinni, hversu vitlaus sem hún kann að vera hverju sinni. Eða er það lenskann hjá frjálshyggjuliðinu að gera lítið úr tilfinngingafólki, bara til að réttlæta einhverja aðra athöfn, sem kannski orkar tvímælis að sé rétt? Þýðir það sem sagt að þeir sem eru á móti hernaðarbölti, miskiptingu auðs og valds, Kárahnjúkavirkjun og þess háttar tilfinningabulli, séu bara tilfinningaverur, sem ættu að halda kjafti og sitja grenjandi út í horni með sitt tissjú, frekar en að vera bera tilfinningar sínar á borð?

Hvað er skoðun annað en tilfinningar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband