Svona er þetta bara!

Þessi fyrirsögn sem ég set á þetta blogg, heyrði ég í þætti Egils í hádeginu og er höfð eftir einum af þeim ungu frambjóðendum sem eru að fara í prófkjör. Var þetta rök hennar fyrir þeirri stefnu sem hún er fylgjandi að “svona er þetta bara” og hreinlega ekkert við því að gera! Sem sagt, ef frjálshyggjan ræður ekki við klúðrirð, þá er það viðkvæðið og þeirra einu rök að svona sé þetta bara og við geturm ekkert gert í málinu! Það má eignlega segja að hún hafi verið Andrík í að viðhalda sama frjálshyggjubullinu áfram og menn hafi hvatt sig til að taka þátt í prófkjöri, vegna þess að hún væri eina hægri sinnaða frjálshyggjumaðurinn í Sjálfstæðisfloknum!

Ja hérna, svona er þetta bara!

Það var gaman að hlusta á rök Jóns Baldvins um hlerunarmálin og viðbrögð íhaldsins af þeim málum. Það vissu allir að menn njósnuðu um alla hér í kalda stríðinu, sérstaklega voru þeir róttæku undir smásjánni, enda var það gert að ósk CIA. En svona var þetta bara! Þegar Jón hélt því fram að sími hans væri hleraður eða að hann hefði grun um það, þegar hann var utanríkisráðherra, var ég svo sem ekkert hissa, taldi það bara vera svo að “svona væri þetta bara”. Hann nefndi það ekki í sama viðtali að það væru Sjálfstæðismenn eða einhver leyniþjónusta þeirra, sem stæði á bak við þessar hleranir, heldur erlent ríki. En Íhaldið misskyldi þetta, enda er það nú bara svoleiðis, þeir eiga mjög erfitt að taka illa við gagnrýni, sérstaklega ef það er gagnrýni á herraþjóðina í vestri! En svona er þetta bara! Að halda því fram að Stóra símhleranamálið sé Birni Bjarna að kenna, er sú mesta fásinna sem ég hef heyrt. En viðbrögð hans í þessu máli segir eiginlega meira um hann sjálfan en meintar símhleranir! En svona er Björn bara! Svona er þetta. Sérstaklega þegar Björn er í framboði og SUS hafa gagnrýnt leyniþjónustu-frumvarpið, sem hann ætlar að leggja fram. En svona er þetta bara, sumir þola ekki að á þá sé andað og svo eru það aðrir sem þola ekki að aðrir andmæli stefnu þeirra í frjálshyggjubullinu.
En svona er þetta bara!

Og það besta er í frétt dagsins, er að hvalurinn sem Kristján eyddi ómældu fér í að veiða, var væntanlega sjálfdauð skepna, sem þeir fundu á reki!

Svona er þetta bara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband