Frjálst fall...

...krónunnar heldur áfram, þó hægar í dag en í gær. Samt er þetta eins og geimskutla að koma til lendingar, allt of lítil fallhlíf til að draga úr hraðanum og hætt er við að hitahlífar haf skemmst á leið niður og óvíst að bremsur virki sem skildi! Stjórnmálamenn sýnast sallarólegir en innst niðri eru þeir að gera í brækurnar! Þeir ætla ekkert að gera til að milda áhrifin á þessu falli krónunnar til að minka ofurútgjöld heimilanna. Bensínið hækkar og hækkar og hækkar, þrátt fyrir að í landinu eru yfir 3 mánaða birgir að olíu sem keyptar voru á "gamla" verðinu.
Munið þið eftir auglýsingum frá bílaumboðunum hér í gamla daga þegar gengi krónunnar var fellt með miðstýrðu valdi ráðherramafíunnar? Þá auglýstu þeir bílanna á "gamla verðinu", því að þeir voru búnir að kaupa þá, flytja inn á því gamla og vildu auðvitað selja á því gamla, eða þannig þannig..Crying

Hvernig geta þá olíufélög hækkað verð á olíu sem keypt var fyrir mánuði síðan og liggja í tönkum hér á landi?
Eða eru þeir kannski ekkert að borga fyrir hana? Segi nú ekki að þeir fái hana gefins?Bandit
Þeir eru allavega MJÖG fljótir að hækka olíuna en það er eins og að draga úr þeim tennur án deyfingar, þegar markaðsverð á olíu lækkar hins vegar!

Ég verslaði mér bíl á síðasta ári, lét þann "gamla" 2ja og hálfs árs gamla Octaviu uppí nýjan KIA Sportage. Og auðvitað valdi ég dísil, vegna þess að ég var að fá dropann á mun lægra verði en bensínið. Einnig vildi ég taka "þátt" í gegn hlýnunn jarðarinnar og keyra á "umhverfisvænni" orkugjafa en bensínið er. Og til að kóróna þetta, tók ég erlent myntkörfulán, 50% í evru, 25% í jenum og 25% í  einhverju Svissnesku. Var að borga mun minna á mánuði fyrir mismuninum en ef ég hefði tekið íslenskt lán.
Hefði betur átt þann gamla áfram enda átti ég hann "skuldlausann". Olían er nú 10 krónum hærri en bensínið (búinn að éta upp þann sparnað) og höfuðstóll lánsins ríkur upp eins og raketta á gamlárskveldi, nema að hún ætlar aldrei að koma niður aftur!
Þessa dagana er kofi okkar hjónanna á sölu, ætlum að flytja okkur yfir í Búmenn og það er pottþétt mál að ég ætla að greiða upp allar lausaskuldir og leggja afganginn inná góðan reikning, þegar búið verður að ganga frá þeim kaupum. Og ekki kaupa nokkurn skapaðan hlut á lánum meir!!
Það er líka eitt sem við ætlum að gera "gömlu" hjónin, ég ætla ekki að fara rassgat á bílnum í sumar né erlendis, því að það hreinleg borgar sig ekki, allt er að hækka bæði hér innanlands og utan.Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Trúi ekki að þú kíkir ekki á Hraunið frændi sæll,  ég ætla að gera það eins og venjulega,og er þó snöggtum lengra fyrir mig að fara enn þig.  Að öðru leiti er ég alveg sammála þér . Sit í súpunni með þér í dúnmjúku myntkörfunni, og bölva sjálfum mér fyrir þá heimsku að kaupa díselbíl. Getur skeð að það sé draumur að einhver ónefndur þingmaður hafi sagt þegar þungaskatturinn var afnuminn, að menn gætu treyst því að olían yrði ALDREI dýrari en bensínið, ég man svo sjaldan drauma að ég hlýt að hafa heyrt þetta einhversstaðar.Og sjálfur hef ég ekki hugmyndaflug til að búa til svona gullfallega setningu.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.3.2008 kl. 22:13

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Reyndar fór ég vestur í gær, bara skotferð, en það telst nú ekki með að skjótast vestur. Frítt fæði og húsnæði er annað en að kaupa vegaborgara og viðbjóð við hringveginn! Sjáumst í sveitinni, frændi, í sumar

Varðandi þetta með þingmanninn og loforðið, þá var þetta ekki draumur. Fjármálaráðherra og samgönguráðherra fyrrverandi (báðir í Íhaldinu) töluðu um þetta á sínum tíma. 

Bragi Einarsson, 18.3.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilega páska

Sigrún Friðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband