22.10.2006 | 19:36
Smjörklípan á ferð?
Geir og Grani (fyrirgefið, Björn átti þetta að vera!) héldu víst fund í Valhöll um helgina og er það nú barasta allt í lagi með það, enda er þetta bara svona, að samherjar þurfa víst að styðja við bakið á hvor öðrum. Tildrög fundarins eru víst þær, að sýna Grana (æ, fyrirgefið, Birni átti þetta að vera) stuðning. Hvers vegna? Jú, samkvæmt því sem Geir sagði, þá læddist víst að honum sá grunur að óprúttnir aðilar stæðu á bak við þessar árásir á Grana (dís, mar hvað er í gangi, Björn átti þetta að vera!) Og eins og Baldni gamli benti réttilega á, þá eru það einu aðilarnir sem hafa víst gagnrýnt Björn (loksings!) eru SUS-arar! Og vegna hvers? Jú vegna þess að Björn ætlar að leggja fram LEYNDÓ-frumvarp í vetur. Og það eru SUS-arar ekki sáttir við.
Fundurinn átti víst að vera til að sýna kjósendum Íhaldsins að í herbúðum þeirra væri nú barasta allt í lagi og engin ágreiningur eða valdabarátta í gangi. Skrítin tímasetning.
Lesa má þessar vangaveltur af vef Egils Helgasonar hér.
Ja, svona er þetta bara!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.