Er bannað að handsama þjófa?

Las það áðan á vísir.is að vörður hafi lamið þjóf með kylfu og á vörðurinn þá á hættu að verða kærður samkvæmt vopnalögum! Bíðið nú við, slapp þá þjófurinn? Hvað með ef öryggisvörðurinn hafi nú hreinlega lamið hann í hausinn með kúst? Eða fellt hann og teipað hendur og fætur þangað til lögginn mætti á staðinn? Eiga brotamenn hér á landi alltaf réttinn?

Ef innbrotsþjófur ætlaði sér að brjótast inn hjá mér og ég óvart heima og ég lemdi fíflið með drivernum mínum í rot, fengi ég kæru á mig fyrir það eitt að verja heimilið mitt?

Hvað er að þessu landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband