18.4.2006 | 16:06
Pissukeppni?
He, he he, Steinunn Valdís vil ekki fara í pissukeppni við Kópavogs-þursann, hann Gunnar I. Ég er ekki hissa á því, enda væri það mjög ójafn leikur, nema að Gunnar pissi þá sitjandi, annað væri ekki "fer". Annars er frólegt að sjá hvað Kópavogur hefur stækkað, landsvæðið að verða uppurið, það er slegist um spildur á Vatnsenda og svo kemur bara í ljós að Kópavogur á bara land að Suðurlandsvegi! Því ekki byggja þar? Byrja á að setja upp sjoppu með sjálfsafgreiðslu á bensíni og opið-allan-sólarhringinn-búð, fyrir vegalúinn ferðalanginn. Síðan geta moldríkir framkvæmdamenn tryggt sér nokkrar lóðir, farið að byggja háhýsi og skipulagt íbúabyggð fyrir alla og að lokum, þá er búið að króa Reykjavík af! Þetta væri bara ágætt, enda vilja Reykvíkingar byggja út í sjó, svo að nóg ætti að vera fyrir hina að byggja upp í land.
Hitt er annað mál að þessi svokallaða pissukeppni er stunduð daglega af stjónmálamönnun, hvort sem þeir sitji við að pissa eða ekki. Nýjasta pissukeppnin er vandræðagangur stjórnvalda vegna brotthvarf kanans og nú er að fara í hönd ein af skemmtilegustu pissukeppnum landsins, sveitastjórnakostningarnar. Þar verður sko pissað mikið!
Hitt er annað mál að þessi svokallaða pissukeppni er stunduð daglega af stjónmálamönnun, hvort sem þeir sitji við að pissa eða ekki. Nýjasta pissukeppnin er vandræðagangur stjórnvalda vegna brotthvarf kanans og nú er að fara í hönd ein af skemmtilegustu pissukeppnum landsins, sveitastjórnakostningarnar. Þar verður sko pissað mikið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.