Trúboð

Er nýkominn inn í hlýjuna af stéttinni eftir að tveir ungir Mormónar voru búnir að halda mig á "tjatti" um Mormónabók. Kræst! Hefur einhver lesið Mormónabók? Ekki ég, að minnsta kosti.
Ég bennti þeim veiðimönnum á að þeir væru kannski ekki á réttum stað á plánetunni! Íslendingar væru langtrúaðastir af öllum, samkvæmt einhverri gamalli skoðanakönnun! Hvort sem það væri trú á JK eða Peninga eða hreinlega á eitthvað annað. Annars voru þeir ágætir, strákarnir, töluðu íslensku og allt, reynda svolítið bjagað, en vel hægt að skilja þá. Kenndi þeim meira að segja nýtt íslenskt orð, sjálfboðaliði. Þeir voru ánægðir með það. Vildu endilega gefa mér bók, sem ég afþakkaði pennt, ætti nóg af bókum. Ætti meira að segja Biblíu og þrjár til fjórar úgáfur af Nýja Testamentinu frá Gideonfélaginu. Var reyndar að reyna að koma því inní umræðuna þessa nýju upplýsingar um Júdas, sem Discovery var að fjalla um í þætti á dögunum. Fræddi þá um að Páfinn í Róm væri eitthvað að missa sig yfir þessum upplýsingum. Sá hér á trúarblogginu, að ástæða fyrir öllum þessum miskilningi væri röng þýðing á trúarritunum. Held að það sé bara rétt.
Komið hafa fram ýmis rit í dagsljósið, sem hafa valdið trúarleiðtogum hugarangri, en hvað vita þeir? Eru þeir upphaf og endir alls? Hvað vitum við um þessi mál í raun? Voru kannski Guðirnir geimfarar, eins og Eric von Döniken fjallar um í þríriti sínu?
Kannski eigum við eftir að upplýsa margt, en margt hefur farið forgörðum, vegna þess að menn hafa verið iðnir við að farga ritum, sem falla ekki að þeim kenningum, sem trúarleiðtogar vilja halda í heiðri, eingöngu til þess að hafa stjórn á lýðnum. Allstaðar er þessi "pólitík" að vasast í. Ætti í raun að kalla þetta "trúartík".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband