Um stefnu Sjálfstæðisflokksins

Björn Bjarnason segir að það sé ekki á stefnu Sjálfstæðisflokksins að ganga í ESB. Það er alveg rétt hjá honum og er ekki oft sem ég er sammála manninum, ekki að við ættum ekki að ganga í ESB, heldur varðandi stefnuna. Þeir tönglast alltaf á því Björn og Íhaldið, að hlutirnir séu ekki á stefnu sinni, vegna þess að þeir tóku einhvern tímann ákvörðun um þau mál fyrir löngu að hafa það ekki á stefnu sinni og þar við situr. Nú vitum við að hinn íhaldsflokkurinn, Framsókn, er nú heldur betur búinn að skipta um skoðun frá því síðast, því að þeir vilja nú ólmir sækja um aðild, allavega tala þeir fyrir því að íslendingar ættu að sækja um og hefja umræður um aðild. Það kalla ég að breyta skoðun sinni og stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn er með svo grjótneglda stefnuskrá, að það jaðrar við guðlast að gera einhverjar breytingar á henni, sama hve vitlaus stefnan er. Þessari stífni væri hægt að lýsa á þann hátt að ef maður kemur að löngum og háum vegg, þá myndi sjálfstæðismaður frekar ganga á vegginn, aftur og aftur, frekar en að breyta gönguleið sinni til að komast fram hjá veggnum. Bara vegna þess að hann ætlaði að halda þessari stefnu, sama hvað á gengi!
Það má vel vera að akkúrat núna í dag, sé ekki heppilegt fyrir íslendinga að fara í þessar viðræður, eins og ástandið er í landinu og ég segi í landinu, því að ég er farinn að sjá að þessi vandi er að mörgu leiti innanlandsvandi. Nei, við sækjum bara um á morgun, ekki í dag. Í dag þurfum við að koma á stöðuleika aftur, koma atvinulífinu í gang á nýjan leik, lækka verðbólgu og vexti og afnema verðtryggingu. Endurskipuleggja stjórnkerfið þannig að sé útilokað að sjálfskipaðir lordar geti "átt" landið skuldlaust og vilja svo ekki bera ábyrgð á eigin gerðum (hér á ég við embættismenn ríkisins, seðlabanka, stjórnmálamenn og aðra "víkinga"). Hér þarf að hafa stjórnkerfið gegnsætt og lýðræðislegt og að menn beri ábyrgð á sínum gjörðum. Það er nefnilega ofboðslega fyndið að fletta upp gömlum blöðum og lesa réttlætingu fyrir því að lykilmenn séu með svona há laun er að þeir beri svo mikla ábyrgð. Ja hérna! Þeir keppast um þetta þverann og endilangan að þetta væri ekki  þeim að kenna, heldur einhverjum öðrum.

ég er sannfærður um það að ef íslendingar hafi verið í ESB væri ekki þetta hrikalega vandamál svona stórt hjá okkur mörlandanum eins og raunin er. Það hefði jú komið upp einhver vandamál, ekki efa ég það, sjálfsagt sú menn fyrir sér eitthvert atvinnuleysi, ekki ætla ég að gera lítið úr því, en hvernig lítur þetta út fyrir okkur núna? Andvana og rotin króna, verðbólga ríkur upp úr öllu valdi, virðing lands og þjóðar ekki meir en afturendi á dauðri hænu og stefnir í mikið atvinnuleysi, mun meira og erfiðara en ef við værum í ESB.

Þess vegna ættu Björn B og hinir að fara að huga að því að ganga meðfram þessum langa vegg, eða í besta falli að brjóta hann niður og breyta afstöðu sinni og fara að vinna í því að sækja um inngöngu. Það er eina leiðin til þess að íslendingar geti haldið haus í framtíðinni. Kostir og gallar? Ræðum um það seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband